Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 188
182
ERLENDUR HARALDSSON
SKÍRNIR
þá komst ég að því að hann hafði dáið þannig að hann fékk hjartaáfall og
var fluttur á Borgarspítalann og andaðist þar, en þar hafði ég verið sjálfur
eins og einu ári áður eða tæplega það með sams konar áfall og það var
hægt að bæta úr því og ég komst heim. Og ég set þetta svona í samband
við það.
Næsti flokkur var um reynslu af mönnum sem höfðu dáið
voveiflega. Þeir voru alloft ókunnugir þeim sem töldu sig verða
vara við þá. Þessi flokkur tilvika líkist sennilega helst þeim hug-
myndum sem menn gera sér almennt um draugagang. Dæmi:
Þetta var sumarið 1966, ég var á bát sem hét Svanur AK 101. Einu sinni
var ég milli svefns og vöku frammi í lúkar, en glaðvakna við það að það
er maður við eldavélina, ungur maður í blárri peysu og með klút um
hálsinn, og var að bogra yfir henni, var alltaf að bæta við hitann á henni,
eða mér fannst hann vera að því. Nú, ég vissi vel að þetta var ekki maður
af skipinu og ætlaði að fara að athuga þetta nánar, en þá bara hverfur
hann. Eg fékk upplýsingar um það seinna að þessi piltur brann þarna
inni, réttara sagt brann ekki heldur kafnaði í reyk.
Þá má minnast á einn flokk til, en hann er um reynslu ekkla
og ekkna af látnum mökum sínum. Utlendar kannanir hafa sýnt
að um helmingur ekkla og ekkna telur sig verða varann við maka
sinn eftir andlát hans, þótt fæstir hafi hátt um það.7 Rannsókn
okkar gefur til kynna að svo sé einnig hér á landi. Dæmi:
Eg missti manninn minn þarna um sumarið, séra ... Ég hefi nú ekki verið
neitt næm ... Svo var það eitt kvöld að ég var lasin og mér leið illa, og ég
saknaði hans náttúrlega. Allt í einu sé ég hann standa framan við bekkinn
þar sem ég lá í stofunni og hann horfði svona geislandi augum á mig. Ég
var bara alsæl. Ég þori ekkert að segja um hvað þetta var löng stund eða
stutt, og ég man ekki hvort ég sá nema andlitið, en ég man sérstaklega
eftir andlitinu og geislandi augunum, hann var nú svo ákaflega fallega
eygður. Og ég var alls ekki sofandi, það var nú staðreynd.
í þessari rannsókn má finna flest það eftirtektarverðasta sem fram
kom í rannsókn sem gerð var á Bretlandi fyrir rúmri öld. Þar var í
7 W. D. Rees (1971). „The hallucinations of widowhood." British Medical
Journal, 4, 209-21.