Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 120
114
SVERRIR JAKOBSSON
SKÍRNIR
Orðið natio þekktist á Norðurlöndum löngu fyrir þennan
tíma. I ritinu De profectione Danorum in Hierosolymam segir frá
mikilli umferð skipa og manna til Björgvinjar 1191, sem komu
víða að: „Islandos, Gronlandos, Anglicos, Theotonicos, Danos,
Suecos, Gutlandos ceterasque nationes 11 Þrænski konunga-
sagnaritarinn Theodoricus notar orðið natio yfir Norðmenn.12
Saxi notar það yfir Dani, en oftar samheitið gensP Hugtakið var
þá þegar notað um þegna konungsríkis.
Sé latneska orðið natio ónákvæmt í samanburði við samheitin
populus og gens, má ekki síður halda því fram um norræna orðið
þjóð, sem notað var í stað allra þessara orða. Orð sem eru af sama
stofni og þjóð finnast í flestum germönskum málum í merking-
unni „allstór hópur fólks, ætt- eða þjóðflokkur.“14 Á Ítalíu var
latneska orðið theodiscus notað yfir þýskumælandi fólk. Þeir sem
nú heita Þjóðverjar voru þá Bæjarar, Alemannar, Frankar, Saxar
og Frísir og notuðu þetta orð sjaldan yfir sjálfa sig, enda ólíklegt
að Bæjari hafi getað skilið Saxa auðveldlega á níundu öld, svo
dæmi sé tekið.15 Orðið þjóð hafði fjölbreytilega merkingu í nor-
rænum málum. Víða í íslenskum heimildum má sjá að orðið er
notað yfir óskilgreint fjölmenni. Þannig má skilja merkingu þess í
orðskviðnum „þjóð eru 30“ í Snorra-Eddu og „þjóð veit ef þrír
eru“ í Hávamálum.16 Þessi merking er líklega gömul, þar sem
orðskviðir byggjast á gömlum arfi.
11 Scriptores minores historiae Danicx medii œvi, útg. Martinus Clarentius
Gertz, 2 bindi, Kaupmannahöfn, 1918-1922, II, bls. 475-76.
12 Monumenta Historica Norvegiæ. Latinske kildeskrifter til Norges historie i
middelalderen, útg. Gustav Storm, Kristiania, 1880, bls. 3; Jens S. Th. Hans-
sen, „Observations on Theodricus Monachus and his History of the Old
Norwegian Kings from the End of the XII. Sec.“, Symbolae Osloenses, 24
(1945), 164-80 (bls. 165-66).
13 Franz Blatt, „Index Verborum", Saxonis Gesta Danorum, II, Kaupmanna-
höfn, 1957, d. 352-53, 523.
14 Ásgeir Blöndal Magnússon, íslensk orðsifjabók, Reykjavík, 1989, bls. 1182-83.
15 Timothy Reuter, Germany in the early middle ages c. 800-10S6, London og
New York, 1991, bls. 52.
16 Edda Snorra Sturlusonar, útg. Finnur Jónsson, Kaupmannahöfn, 1931, bls.
188; Hdndskriftet Nr. 236S 4t0 gl. kgl. Samling pa det store kgl. bibliothek i
Kobenhavn (Codex regius af den œldre Edda), útg. Ludvig F. A. Wimmer og
Finnur Jónsson, Kaupmannahöfn, 1891, bls. 8.