Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 235
SKÍRNIR
TVÍRÆÐNI TUNGUNNAR
229
blaða og er óþol hans í því efni skiljanlegt, því eins og hann bendir á er
oftast um orðagjálfur gagnrýnandans að ræða. Sú staðreynd að oft er
fjallað um þýðinguna án samanburðar við frumtexta er angi af þýðingar-
blindunni fyrrgreindu, enda eru margir frægir höfundar heimsbók-
menntanna mörgum aðeins kunnir í gegnum þýðingar. Það hefur aftur á
móti í för með sér, eins og Milan Kundera benti á í blaðagrein fyrir fá-
einum árum, að sumir „þjóðlegir" bókmenntafræðingar forðast að fjalla
um verk sem þeir geta einungis lesið í þýðingum og einangra sig og bók-
menntasögu „þjóðar“ sinnar og tungumáls.8 Þrátt fyrir þýðingar, og það
afbragðs góðar á verkum sem miklu máli skipta, verður þýðingarblindan
til þess að bókmenntafræðin hjakkar í hreppapólitík í stað þess að hugsa
um heimsbókmenntirnar sem svo oft eru lofaðar en hvergi eiga heima.
Samanburðarrýni er hins vegar engin trygging fyrir uppbyggilegri
þýðingarýni. Hún geldur þess að vera nokkuð geld, ekki ósvipað því
sem stundum er sagt um fagið „samanburðarbókmenntir", enda vaknar
oft sama spurningin - „og hvað um það?“ - við lestur gagnrýni af þess-
um toga. Astráður reynir að finna á henni jákvæðan flöt, en er greinilega
ekkert uppnuminn af fyrirbrigðinu. Hann bendir réttilega á að sé „frum-
texti [...] notaður sem próf eða þolraun, sem þýðingin er látin gangast
undir, er hætta á að þýðingin njóti aldrei hugsanlegra kosta sinna og fái á
baukinn í hvert sinn þegar henni er ábótavant" (148). Kostina sér hann í
því að vel unnin þýðing „getur falið í sér næma greiningu á frumtextan-
um“ (150, skál. hans). Mönnum gæti þótt þetta vera aðeins léttvæg hlið-
arverkun, en þessa aðferð nýta sér fáir gagnrýnendur og er hún ekki
síður gagnleg fyrir þýðendurna sjálfa. Þýðandi sem les þýðingu verks
sem hann ætlar að þýða (gildir þá einu hvort um er að ræða aðra þýðingu
á móðurmál hans, annað erlent mál eða hreinlega á milli táknkerfa) fær
oft betri innsýn inn í verkið við þann lestur. Þetta er til að mynda sú að-
ferð sem Helgi Hálfdanarson beitti við að þýða grísku harmleikina án
þess að nota frumtextann.9
Seinni hluti kaflans um þýðingarýni er áhugaverðari; hér fer Ástráð-
ur m.a. yfir kenningar Katharinu Reifi um textategund eða textaflokk
(152) þar sem hann sýnir með góðu dæmi að orðin ein segja ekki alla
söguna og bendir á að eitt af frumskilyrðum þýðingarýni sé ekki að telja
villur heldur „að gera sér grein fyrir aðferð þýðandans“ (155, skál. hans).
í framhaldinu bryddar hann upp á umræðu um það „stigveldi samsvar-
8 Le Monde, 2. 6. 1995. íslensk þýðing Friðriks Rafnssonar birtist í Morgun-
blaðinu 24. 6. 1995.
9 Sjá „Eftirmáli þýðanda" í Grískir harmleikir. Æskílos, Sófókles, Evrípídes.
Reykjavík: Mál og menning, 1990, s. 1197. Sjá einnig grein Gottskálks Þórs
Jenssonar, „Aþenskar tragedíur í íslenskum (þjóð?)búningi“ í Skírni 168 ár.
(vor 1994), s. 207-18, um þessar þýðingar, sem og grein Helga Hálfdanarsonar
„Tvenns konar þýðingar“ í Jóni á Bxgisá (1995), s. 34-35.