Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 224
218
ÁSDÍS R. MAGNÚSDÓTTIR
SKÍRNIR
dubbaðan inn í hringlaga kapellu þar sem hin heilaga Flaska marar í
sjöhyrndri uppsprettu. Eftir að hafa framkvæmt tilheyrandi helgisiði
getur hinn leitandi og sannleiksþyrsti Panúrg loks hlustað á orð Flösk-
unnar: Hann leggur annað eyrað við stútinn og heyrir orðið „trink“.
Panúrg er engu nær, en að lærðra manna sið býr hofgyðjan sig undir að
leggja út af orðinu. Hún leiðir Panúrg inn í aðalhofið, dýfir hálftunnu-
laga bók á kaf ofan í lífsuppsprettuna, tekur hana svo upp og hellir inni-
haldinu ofaní Panúrg, sem gleypir þannig í sig alla visku bókarinnar.
Upplýstur um merkingu orðsins furðar Panúrg sig á hinum einfalda
boðskap Flöskunnar, en hofgyðjan staðfestir að hið auðskilda orð
„trink“ þýði „drekkið“, því enginn maður geti lifað án þess að drekka:
En fullyrðum nú að það er ekki mannsins aðal að hlæja, heldur að
drekka; ég segi ekki bara drekka einfaldlega og blátt áfram, því dýrin
drekka líka vel; ég segi drekka gott vín og ferskt. Gætið þess, vinir
mínir, að af víni verður maður guðlegur; engin fullyrðing er örugg-
ari, engin spásagnalist óskeikulli. Akademíkerar ykkar staðhæfa það,
með því að gera grein fyrir uppruna orðsins vín, sem þeir segja að á
grísku „oinos“ svari til „vis“, kraftur, styrkur; því það hefur mátt til
að fylla sálina öllum sannleika, allri þekkingu, og allri visku. Ef þér
hafið tekið eftir því sem ritað er jónískum bókstöfum yfir hliði hofs-
ins, þá hefur yður skilist að í víni er allur sannleikur. Heilög Flaska
beinir yður þangað, verið sjálfur túlkur yðar fyrirtækis. (bls. 785-86)5
í fyrstu virðist sem ferðin í hofið hafi verið til einskis því hvorki hið
leyndardómsfulla orð Flöskunnar né glósa hofgyðjunnar binda í raun
enda á leit Panúrgs að réttu svari við áleitinni spurningu sinni um hjóna-
bandið. Þarna kemur þó skýrt fram viðhorf húmanistans um mikilvægi
sjálfstæðrar hugsunar og í riti sínu um trú Rabelais telur Claude Mettra
að í svari Flöskunnar, sem er eins konar lokaorð verksins, megi finna
kjarnann í lífsheimspeki höfundarins.6 Að hans mati gerir Rabelais
manninn að skapara eigin ríkis því með ímyndunaraflinu geti hann búið
til þann raunveruleika - breytt vatni í vín - sem hann hefur þörf fyrir.
Þannig veitir ímyndunaraflið manninum frelsi til að velja og er vínið til
merkis um eðli og ágæti þeirra veiga sem maðurinn skyldi einar drekka
5 í upphafi Gargantúa segir Rabelais hláturinn vera mannsins aðal: „Hlátur er
betri en harmatölur manns, / því hláturinn er dýpst í eðli hans“, bls. 9. Allar
tilvitnanir í verk Rabelais eru fengnar úr ágætri þýðingu Erlings E. Halldórs-
sonar. Greinarhöfundur kýs þó að breyta ekki nöfnum þeirra feðga meira en
nauðsyn krefur.
6 Claude Mettra: Rabelais Secret. Une religion de la joie. Culture, Art, Loisirs.
París 1973, bls. 247-53.