Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 138
132
SVERRIR JAKOBSSON
SKÍRNIR
því er Erlingur skakki rifjar upp þessa tíma, enda í svipaðri stöðu
þá gagnvart Danakonungi í Víkinni.113
Hugmyndir um ólíkt eðli norrænna þjóða eru nú á kreiki. I
frásögn frá um 1190 segir frá bardaga Ólafs Tryggvasonar við her
Danakonungs, Svíakonungs og Eiríks jarls. Um Dani er konung-
ur látinn segja: „Eigi munu skógar geiturnar oss yfir stíga, því að
Danir hafa geita hug, og ekki skulum vér óttast það lið því að
aldrei hafa Danir enn sigur haft ef þeir hafa barist á skipum." Um
Svía segir hann: „Auðveldra mun Svíum verða og blíðara að
sleikja innan blótkoppa sína en ganga upp á Orminn langa undir
vopn vor og hrjóða skipin undir oss. Og þess væntir mig að ekki
þurfi vér að óttast hrossæturnar." Um lið Eiríks segir hann hins
vegar: ,,[A]f þessu liði er oss von harðrar orrostu. Þeir eru Norð-
menn sem vér og hafa oft séð blóðug sverð og margt vopna
skipti."114 Oft hefur verið vitnað til þessarar ræðu því til sönnun-
ar að þjóðerniskennd hafi verið rík á þessu méli. Er þá konungleg
sagnaritun af þessu tagi dæmigerð fyrir almenn viðhorf? Sverre
Bagge telur svo vera, ef ekki fyllilega þá í grófum dráttum.115
Sambærileg dæmi eru þó vandfundin, ef þau eiga að vera til vitnis
um viðhorf þegna Noregskonungs. Sá sem segir frá, Oddur
Snorrason, er íslenskur og vitnar mjög til landa síns Sæmundar
fróða, en landar Odds tóku upp söguna eftir honum. Halvdan
Koht taldi raunar að einn þeirra, Snorri Sturluson, hefði verið
gæddur svo ríku sálrænu innsæi í einstaklinga og þjóðir að hann
hefði náð að endurspegla hugarfar norskrar alþýðu í samtíman-
um.116 Trúlega hefur þó Snorri haft meira samband við konung,
jarl og hirð en bændur í sveitum Noregs.
Höfundur Fagurskinnu var hugsanlega norskur.117 Þar ber
Káre Lunden einkum kennsl á norska þjóðernishyggju. Hann tel-
113 Snorri Sturluson, Heimskringla, III, bls. 399-406.
114 Saga Óláfs Tryggvasonar af Oddr Snorrason munk, útg. Finnur Jónsson,
Kaupmannahöfn, 1932, bls. 211, 212, 218.
115 Bagge, „Nationalism in Norway in the Middle Ages“, bls. 7.
116 „(D)ifor kunne han teikne eit levande bilete av norsk folkelynne i samtida si.“
Halvdan Koht, Pá leit etter liner i historia, bls. 64.
117 Bjarni Einarsson, „Formáli", Ágrip af Nóregskonunga sögum. Fagrskinna, bls.
cxxvii-cxxxi.