Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 185
SKÍRNISMÁL
íslensk þjóðtrú og dultrú í
alþjóðlegum samanburði
það var FRÓÐLEGT að lesa Skírnisgrein Árna Björnssonar þjóð-
háttafræðings um merkingarbreytingu orðsins „þjóðtrú“ og einnig
um viðbrögð hans og vangaveltur vegna fyrirspurna útlendinga
um þjóðtrúna.1 Það er með mig, sem Árna Björnsson, að útlendir
menn hafa stundum leitað til mín til að fræðast um íslenska þjóð-
trú. Er ég þó ekki sérfræðingur á því sviði og hef litlu meiri
vitneskju um þjóðtrúna en fram kemur í niðurstöðum könnunar
sem ég gerði árin 1974-75 og birti í bókinni Þessa heims og ann-
ars.2 í þeirri könnun voru svarendur 902, eða 80 af hundraði
tilviljunarúrtaks sem fengið var úr þjóðskrá. Könnunin leiddi ým-
islegt í ljós sem kom á óvart og fjallaði að meginefni um þrjú svið:
Séríslensk þjóðtrú. Fram kom talsverð trú fólks á fylgjur (37%)
og álagabletti (33%), álfa og huldufólk (22%), auk þess sem
nokkur hópur manna taldi sig búa yfir beinni persónulegri
reynslu af fylgjum (17%), álfum og huldufólki (5%) og álaga-
blettum (2%).3
Dulnen fynrbæn. Þetta eru ýmis fyrirbæri sem ekki eru sérís-
lensk, svo sem berdreymi, reimleikar, skyggni og meint reynsla af
látnum. Trú á tilvist þessara fyrirbæra og meint eigin reynsla af
þeim reyndist þessi: Berdreymi (trú 54%, reynsla 36%), reimieik-
ar (trú 21%, reynsla 18%), og skyggni (séð eða skynjað látinn)
(trú 57%, reynsla 31%).
1 Árni Björnsson (1996). „Hvað merkir þjóðtrú?“ Skírnir, 170, 79-104.
2 Erlendur Haraldsson (1978). Þessa heims og annars. Könnun á dulrænni
reynslu Islendinga, trúarviðhorfum ogþjóðtrú. Reykjavík: Bókaforlagið Saga.
3 Spurt var hvort menn teldu tilvist hvers fyrirbæris vissa, líklega, mögulega,
ólíklega eða óhugsandi. Undir trú er að finna samanlagða hundraðstölu þeirra
sem annaðhvort töldu tilvist fyrirbæris vissa eða líklega. Sjá nánar í Þessa
heims og annars.
Skírnir, 173. ár (vor 1999)