Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 242
236
AUÐUR ÓLAFSDÓTTIR
SKÍRNIR
uðu m.a. „feiknamikil abstraktverk".8 Einkenni þeirra voru stórir litaflet-
ir, oft hringlaga, sem sátu í óskilgreindri víðáttu og breyttu um lögun og
form eftir staðsetningu áhorfanda.
Rökrétt framvinda síðari verka hennar er að hafna umgjörð sýning-
arsalar eða safns og þróa óstaðbundin verk, á borð við fataverkin þrjú.
Afstæði sjónarhornsins birtist þá ekki eingöngu sem hreyfanleiki áhorf-
anda heldur sem hreyfanleiki verks eða sem „færanleg geómetría", svo
vísað sé til skilgreiningar myndlistarmannsins á eigin hugarfóstrum.
í fyrsta fataverkinu, „Hale-Bopp“, sem sýnt var á Undir pari í apríl
1997, var gert ráð fyrir því að sýningargestir gætu mátað hinar „geó-
metrísku“ flíkur á staðnum. I rauninni var því um gjörning að ræða, þar
sem listamaður lagði línurnar en sýningargestir sáu um framkvæmdina.
Líkt og í síðari fataverkum var unnið myndband úr gjörningnum.
í öðru fataverkinu, „Tímakeilur", sem unnið var í tilefni Listahátíðar
í júní 1998, valdi höfundur þrjátíu vini og kunningja úr myndlistarheim-
inum, innanlands og utan, og útdeildi meðal þeirra kjólum og bolum
með áþrykktum geómetrískum táknum. Llíkunum mátti fólkið klæðast
að vild á tímabilinu maí-júní 1998. Farið var á leit við viðtakendur að
þeir gerðu myndband um sig, tengt flíkinni og sendu listakonunni.
Hvað snertir júgóslavneska peysuverkið, „Iður“ 1998, þá „vita
þorpsbúar sem klæðast peysunum að flíkurnar tengjast hugmynd að
myndlistarverki, að peysugjöfin er hluti af verki íslenskrar myndlistar-
konu en það er ekki sjálft að framkvæma verk með því að vera í peysun-
um. Fólkið dreifir hins vegar verkunum á sinn máta með því að ganga í
flíkunum. Þannig getur hugsun listamanns kveikt af sér keðjuverkan
hugsana annars staðar á hnettinum."
Rómantík og tími
Áhersla Ráðhildar á mikilvægi hins skapandi hugar og á umbreytingar-
mátt hugarorku listamannsins, hefur óneitanlega á sér yfirbragð róman-
tíkur. Listaverk er ekki ósvipað plöntu (sbr. gulrófu á korti) þar sem
hluti vaxtarferlisins er ósýnilegur. Hlutverk listamannsins er fyrst og
fremst að hleypa verki af stokkunum, síðan ratar hugmyndin um ófyrir-
sjáanlegar lendur, bæði í tíma og rúmi. Verkum Ráðhildar má því líkja
við morsmerki, skilaboð í leit að áfangastað.
„Iðuform koma fram víðsvegar í náttúrunni, t.d. í vexti jurta, í vatni
og í stjörnuþokum. Mér fannst mikilvægt í júgóslavneska verkinu að
velja form sem hefði hvorki tilvísun til trúar né stjórnmála. Iða er
sammannlegt geómetrískt form, náttúrufyrirbæri sem flestir þekkja. Iða
er líka hreyfing og því sambærileg við vinnuaðferð mína að senda frá
8 Valtýr Pétursson, Morgunblaðið, 23. 8. 1986.