Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 168
162
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
verið flugumaður Noregskonungs, og þess vegna hafi íslendingar
ýfst við honum. En sagan gefur ekki tilefni til að álykta annað en
að Uni hafi verið drepinn fyrir að hlaupast í burtu frá barnsmóð-
ur sinni.45 En Arngrímur segir svona frá:
Hann [þ.e. Haraldur hárfagri] sendi til Islands vin sinn, Una nokkurn,
son Garðars sem næstfyrstur fann ísland, og lofaði honum jarlsdæmi
yfir íslandi, ef hann tæki íslenska höfðingja með svikum eða dræpi þá og
kæmi svo landinu undir konung. Uni kom til íslands og dvaldist á Aust-
urlandi með aðeins tólf manna fylgdarliði (svo að landsmenn skyldu ekki
óttast hann), en lést hafa allt annað fyrir stafni en hann hugðist í raun. En
íslendingar létu ekki leika á sig, grunuðu hann um svik og sáu til þess að
hann var drepinn, en það gerði gestgjafi hans. Uni hafði hvað eftir annað
sýnt honum grunsamlegt framferði, þangað til hann felldi Una ásamt fé-
lögum hans í bardaga. En þetta var í rauninni gert til þess að enginn
skyldi framar reyna annað eins að ósekju. (213-14)
Fall þjóðveldisins rekur Arngrímur til ófriðar og röskunar á
þjóðveldisstjórnkerfinu, eins og löngum hefur verið gert síðar:
Hvorki bænir né hótanir knúðu Islendinga til uppgjafar, heldur myrk
örlög stjórnarfarsbreytinga, sem öllu botnvelta. Þegar dró að breytingu
stjórnskipunar á Islandi hafði hið ágæta höfðingjaveldi tekið að breytast
í hina verstu fámennisstjórn, og því voldugari sem höfðingjar voru, þeim
mun ákafar sóttust þeir eftir einræði. (216)
Aftur talar Arngrímur um fall þjóðveldisins sem uppgjöf: „Áður
er sagt að Hákon Noregskonungur, sonarsonur Sverris konungs,
hafi tekið við uppgjöf íslendinga [...]“ (223). Hiklaust er gert ráð
fyrir að samstarf Gissurar jarls Þorvaldssonar við konung hafi
talist saknæmt á Islandi: „Loks varð hann fyrir illri meðferð
landsmanna vegna gruns um leynimakk við Noregskonung og
þreyttist á veraldarvafstri og gekk í klaustur" (224). Þegar Arn-
grímur ber saman þjóðveldislögin og löggjöf Islendinga undir
konungsvaldi koma honum í hug orð Hóratíusar:
45 Islenzk fornrit I. Islendingabók. Landnámabók. Jakob Benediktsson gaf út
(Reykjavík, Fornritafélag, 1968), 299-300 (Sturlubók, 284. kap.; Hauksbók,
245. kap.).