Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 68
62
ÓSKAR BJARNASON
SKÍRNIR
frá hans hendi hafa komið í leitirnar.35 Takmarkaður áhugi
Thule-manna á Islandsheimsóknum helgast væntanlega af því að
þeir fengust við íslenskar fornsögur fremur vegna áhuga á germ-
anskri arfleifð en á íslenskri menningu sem slíkri. Samanburður á
ferðalýsingum Herrmanns og Heuslers við frásögn Diederichs
sýnir þó að erfitt er að alhæfa um Islandsímynd Thule-manna.
Thule-útgáfan í róti sögunnar
Ekki er heldur auðvelt að alhæfa um viðhorf þeirra til íslenskra
fornbókmennta því þýðendurnir voru, eins og formálar þeirra
bera með sér, alls ekki einsleitur hópur. Svo dæmi sé tekið af
fyrstu bindunum meðhöndla Heusler og Rudolf Meifiner sögurn-
ar að mestu sem höfundarverk36 á meðan aðrir draga sannfræði
sagnanna lítið í efa, þar á meðal afkastamesti þýðandinn, Felix
Niedner. Þótt kynþáttahyggja liggi að baki Thule-útgáfunni sér
hennar alls ekki stað í öllum formálunum. Á meðan hún er yfir-
gnæfandi hjá Neckel, eins og greint verður frá hér á eftir, verður
maður hennar ekki var í formála Heuslers að Njáls sögu eða for-
mála Meifíners að Laxdæla sögu. Bændadýrkunin er mest áber-
andi hjá Niedner (t.d. í formála að Egils sögu),37 merkjanleg hjá
Heusler en hvergi sjáanleg hjá Meifiner og Herrmann, þýðanda
Grettis sögu.
Það setti mark sitt á útgáfuna að Felix Niedner varð ekki að-
eins afkastamesti þýðandinn heldur tók hann að sér ritstjórn.
Hann fylgdi Thule úr hlaði með ítarlegu inngangsriti um
játningu íhaldsmannsins að hann tryði hvorki á hreinar framfarir né afturför í
sögunni nema í undantekningartilfellum. Heusler til Ranisch, 26. júní 1913.
Briefe, s. 350-53, hér 351.
35 í ljósi þeirra róttæku viðhorfa Neckels, sem sagt verður frá hér á eftir, er fróð-
legt að sjá Sigurð Nordal borinn fyrir því að framkoma Neckels í Reykjavík
(Iíklega 1932) hafi öðru fremur einkennst af hroka og sjálfumgleði þess sem
„allt þykist vita“. Heusler til Ranisch, 6. apríl 1933. Briefe, s. 561-64, hér 562.
36 Die Geschichte vom weiflen Njal. Thule 4. Andreas Heusler þýddi. Jena 1914,
s. 9. Die Geschichte von den Leuten aus dem Lachswassertal. Thule 6. Rudolf
MeilSner þýddi. Jena 1913, s. 7.
37 Die Geschichte vom Skalden Egil. Thule 3. Felix Niedner þýddi. Jena 1911, s.
1,3,10-11,14.