Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 217
SKÍRNIR HEILDARÚTGÁFA ÍSLENDINGASAGNA Á ENSKU
211
nafns) gerir hitt og þetta. Enn verra er að fást við nöfn eins og Þorbjarn-
ardóttir, sem er ekki einu sinni víst að venjulegur enskumælandi lesandi
skilji að sé nokkuð skyld náunga að nafni Þorbjörn - kunnátta í íslenskri
málfræði er nauðsynleg til að tengja þar á milli! Auk þess sem notkun ís-
lenskra mynda nafnanna er ónákvæm og ófullnægjandi er eftirtektarvert
að ritstjórarnir sýna hér einkennilega tvöfalt siðferði ef miðað er við ís-
lenskan menningarheim. Islendingar hafa nefnilega löngum þýtt nöfn
staða og manna. Þegar fornsögur Hebrea (sem af fáránlegum ástæðum
eru kallaðar „Gamla testamentið" á íslensku og öðrum tungumálum) eru
lesnar á íslensku eru hebresk föðurnöfn þýdd en ekki umrituð yfir á
íslensku. Ef íslendingur tæki upp á því að tala við ísraelsmann um
„Nersson" og „Davíðsson“ í stað „Ben Ner“ og „Ben David“ myndi
viðmælandinn ekki skilja við hverja væri átt. Næstum öll landfræðileg
heiti á jarðarkringlunni eiga sér íslenska mynd (frá „Gyðingalandi" til
„Nýfundnalands“), samt kjósa ritstjórarnir að halda íslenskum nöfnum
óbreyttum (að augljósum viðurnefnum undanskildum) jafnvel þótt
merking nafnanna geti verið mjög mikilvæg, eða gefi a.m.k til kynna ein-
kenni umhverfis, ólíkra jarða, dýra, áa, hæða og voga.
Enn eitt umdeilanlegt atriði er nútímavæðing textans sem felst í því
að skilja tilsvör frá flæði frásagnarinnar. Líkt og alkunna er hefur þetta
orðið að venju á íslandi. Upphafið má, ef mig misminnir ekki, rekja til
Halldórs Laxness og tímamótaútgáfna hans á íslendingasögum. Halldór
vildi heimta sögurnar úr höndum textafræðinga og fornfræðinga og færa
þær nær hinum almenna lesanda sem var þegar orðinn vanur nútímalegri
útgáfuvenjum. Á hinn bóginn er umdeilanlegt hvernig þessi nútímavæð-
ing fellur að skáldskaparfræði sagnanna og frásagnarhætti, þar sem bein
ræða, óbein ræða, hálfbein ræða og samantekt í frásögn tvinnast saman.
Slíka skáldskaparfræði má finna í öðrum bókmenntahefðum, bæði forn-
um og nýjum. Þetta er til dæmis eitt megineinkenni á prósa Heinrichs
von Kleists, og enginn nútímaútgefandi Kleists myndi láta sig dreyma
um að taka upp slíka aðgreiningarstefnu! Eg þekki að sjálfsögðu rökin
um skort á skinni til handritagerðar og ófullkomnar ritvenjur á ritunar-
tímanum. En nútímalegur aðskilnaður milli beinnar ræðu og frásagnar er
engu að síður viðbót, og fornsagnaútgáfur ættu að fylgja slíkri stefnu af
nokkurri varúð. Bókaútgáfa Leifs Eiríkssonar hefði betur fylgt fordæmi
íslenzkra fornrita í þessu máli fremur en nútímalegri útgáfu Svarts á
hvítu.
Þessi umdeilanlegu atriði má á hinn bóginn auðveldlega leiðrétta, ef
ritstjórarnir einsetja sér það í þeim endurskoðuðu útgáfum sem nú er
unnið að. En önnur og stærri vandamál verða ekki jafn auðveldlega leyst
þar sem þau byggjast aðeins að hluta til á persónulegum ákvörðunum
ritstjóra og þýðenda. Mörg þessara vandamála ættu ritstjórarnir þó að
reyna að leysa, ekki síst vegna þess að þýðingarnar munu að öllum
líkindum hafa mikil áhrif.