Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 96
90
PLATON
SKÍRNIR
Jón: Satt segirðu, Sókrates. Þetta er það sem hefur kostað mig
mesta vinnu við list mína. Ég tel mig líka manna bestan í að
tala um Hómer, því hvorki Metrodoros frá Lampsakos né
Stesímbrotos frá Þasos, né Glákon né nokkur annar sem uppi
hefur verið, hefur haft fleiri eða fallegri hugmyndir að segja
frá um Hómer með sama hætti og ég.3
Sókrates: Vel mælt, Jón. Því þá telurðu augljóslega ekki eftir þér
að gefa mér sýnishorn.
Jón: Og það er sannarlega þess virði að heyra, Sókrates, hve vel
mér hefur tekist að fást við Hómer. Raunar svo vel að ég
myndi telja að ég væri verðugur þess að vera krýndur gullkór-
ónu af Hómersniðjum.4
Sókrates: Og ég mun finna mér tíma seinna til þess að hlusta á
þig. Núna langar mig hins vegar að spyrja þig að því, hvort þú
sért einungis vel að þér í Hómer, eða líka í Hesíodosi og Arki-
lokkosi?5
Jón: Engan veginn, ég þekki einungis til Hómers, og mér virðist
það vera alveg nóg.
Sókrates: En er eitthvað sem bæði Hómer og Hesíodos eru sam-
mála um?
Jón: Mér sýnist svo, og um margt.
Sókrates: Svo hvort myndirðu útskýra betur, það sem Hómer
segir eða það sem Hesíodos segir, um þessa hluti?
Jón: Alveg jafn vel, Sókrates, það sem þeir eru sammála um.
Sókrates: En hvað um það sem þeir eru ekki sammála um? Þeir
Hómer og Hesíodos segja til dæmis sitthvað um spádómsgáf-
una.
3 Metrodoros skrifaði allegórískar túlkanir á Hómer á fyrri hluta fimmtu aldar
f.Kr. Hann var vinur heimspekingsins Anaxagórasar. Stesíumbrotos var túlk-
andi á Hómer og einnig sagnfræðingur, og var uppi á tímum Períklesar. Um
Glákon er ekkert vitað, nema þá að hann sé sá sami Glákon og Aristóteles talar
um sem hómerskan fræðimann í Utn Skdldskaparlistina (1461bl).
4 Hómersniðjar var þjóðflokkur eða ætt á Kíos. Þeir sögðust vera afkomendur
Hómers og sú hefð að þylja upp úr Hómer hafi varðveist frá föður til sonar.
Þetta nafn virðist þó seinna líka öðlast merkinguna þeir sem helga sig hómersk-
um kveðskap.
5 Hesíodos var uppi á áttundu öld og Arkilokkos um 675-635 f.Kr. Báðir eru
þekkt forngrísk skáld. Hesíodos skrifaði meðal annars Guðatal, þar sem upp-
runi manna og guða er rakinn.