Skírnir - 01.04.1999, Page 183
SKÍRNIR
ÍSLENSK ÞJ ÓÐERNIS VITUND
177
legur, en ég þykist hafa sýnt fram á líkur til þess að hvergi á leið-
inni á milli þeirra hafi verið skörp skil sem hafi verið líkleg til að
skapa forsendur fyrir tvenns konar menningu og viðhorfum. Til-
tölulega beint hafi legið við Islendingum að samsama sig sem Is-
lendinga vegna þess að þeir hafi haft fátt annað að samsama sig
með.75
Guðmundur Hálfdanarson andmælir þessu sjónarmiði mínu í
grein sinni sem ég hef þegar minnst á. Annars vegar segir hann
rannsóknir hafa sýnt „að stétt íslenskra embættismanna og kirkj-
unnar þjóna var að talsverðu leyti lokaður klúbbur fyrir miðja
nítjándu öld [...]“. Hins vegar, segir hann, „virðist tilgáta Gunn-
ars ganga út frá því að þjóðerniskennd eigi auðveldara uppdráttar
í „einföldum“ samfélögum en flóknum, en sú er alls ekki raunin
Um fyrri mótbáru Guðmundar er það að segja að samkvæmt
mínum málskilningi er rúm fyrir að minnsta kosti tvö „talsverð
leyti“ í hverri heild. Hafi klúbburinn þess vegna verið „að tals-
verðu leyti lokaður“, þá var hann að minnsta kosti að talsverðu
leyti opinn, og það var einmitt sá hlutinn sem ég hélt fram að
hefði skapað stöðugt menningarflæði milli samfélagshópanna. I
doktorsritgerð Guðmundar, sem hann vísar sjálfur til um þetta,
kemur fram að um miðja 19. öld var um þriðjungur stjórnsýslu-
embættismanna (aðallega sýslumanna) og presta synir bænda og
ekki mikill munur á sýslumönnum og prestum að því leyti.77
Talsvert af þessum bændum hefur auðvitað verið synir og
tengdasynir embættismanna, en á sama hátt hefur hluti af emb-
ættismönnunum, sem voru feður embættismanna 1850, verið
synir og tengdasynir bænda. Þannig hafa stéttirnar verið í sífelldri
blöndun.
75 Gunnar Karlsson: „The Emergence of Nationalism in Iceland.“ Sven Tágil rit-
stjóri: Etbnicity and Nation Building in the Nordic World (London, Hurst,
1995), 53-58.
76 Guðmundur Hálfdanarson: „Hvað gerir íslendinga að þjóð?“, 26.
77 Guðmundur Hálfdanarson: Old Provinces, Modern Nations: Political
Responses to State Integration in Late Nineteenth and Early Twentieth-Cent-
ury Iceland and Brittany. A Dissertation Presented to the Faculty of the
Graduate School of Cornell University in Partial Fulfillment of the
Requirements for the Degree of Doctor of Philosophy Qanuary 1991), 54.