Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 238
232
GAUTI KRISTMANNSSON
SKÍRNIR
frumkvasði og án aðstoðar annarra.“13 Yfirfært á rithöfund hlýtur spurn-
ingin að vakna hvort „reynsla" eigi ekki alveg eins við „lesreynslu“ eins
og persónulega reynslu. Eins mætti líta á „frumlega" þýðendur á borð
við Sigurð A. Magnússon og Matthías Jochumsson sem koma sér fyrir á
milli menningarheimanna, neita að fórna frumtextanum á altari þýðing-
arinnar og öfugt, eins og Ástráður sýnir fram á (188-89 og 201-202). Það
er því ekkert öfugmæli að hann skuli vitna til Borgesar í framhaldinu, en
Borges sagði einhvern tíma um þýðingu að „frumtextinn væri ekki trúr
þýðingunni".
Mikilvægasta atriðið sem Ástráður ræðir í tengslum við mörkin á
milli menningarheimanna er hins vegar sú staðreynd að „þýðingin opnar
dyr hefðarveldis sem oft er nefnt heimsbókmenntir“ (205, skál. hans).
Hér er ekki einungis um það að ræða að menn geti lesið heimsbók-
menntirnar með hjálp þýðinga, heldur það að þýðingin gerir hinum inn-
lendu bókmenntum kleift að bera sig saman, keppa, ef svo má segja, við
hinar útlendu.
Þessi „samkeppni" er ekki aðeins bundin við textana og málið, held-
ur ekki síður form þeirra. Ástráður sýnir í lokakaflanum, „Hvar eiga
þýðingar heima?“, ekki einungis fram á gríðarlegan og lítt ræddan þátt
þýðinga í íslenskum bókmenntum, heldur einnig hvernig hin útlendu
áhrif koma inn á annan hátt. Samanburðurinn getur verið í því fólginn að
þýða klassíska texta og nota íslenskan bragarhátt (fornyrðislag), sem þar
með er „jafngildur“ hinum útlenda. Á hinn bóginn geta skáld frumort
texta en notað útlenda bragarhætti til að ljá ljóðum sínum og yrkisefni
hinn háleita blæ klassískra texta (Jónas); nokkuð sem nefna má þýðingar
án frumtexta. I báðum tilvikum er tungumálið og bókmenntirnar færð
til, samhengið kannski ekki rofið, en það sem gengið er og eftir kemur
verður aldrei samt fyrir vikið.
Að lyktum má segja að þótt Ástráður hafi ekki tekið af öll tvímæli
um viðfangsefni sitt, hefur hann tvímælalaust skrifað bók sem brýtur
blað í íslenskri orðræðu um bókmenntir og þýðingar. Með Tvímœlum
færist hann mikið í fang og verður vitanlega að stikla á stóru á stundum,
eins og hann viðurkennir sjálfur, en að lestri loknum er ljóst að honum
hefur tekist að halda utan um efnið og vonandi verður bókin til þess að
bæði hann og aðrir taki upp þá lausu þræði sem hann vísvitandi lætur
eftir liggja.
13 Að hugsa á íslenzku. Reykjavík: Heimskringla. Háskólaforlag Máls og menn-
ingar, 1996, s. 223.