Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 130
124
SVERRIR JAKOBSSON
SKÍRNIR
sökin sú að landinu er stjórnað af „útlendingum“ og vilja upp-
reisnarmenn að konungur veiti það heimamanni að léni.67 Þetta
minnir á kröfur Islendinga í Gamla sáttmála 1302 um að „íslensk-
ir sé lögmenn og sýslumenn á landi voru af þeirra ætt sem að
fornu hafa goðorðin upp gefið“.68 Saxi setur aftur á móti upp-
reisnina í kristilegt samhengi. Orsökin sé óhlýðni við erkibiskup
og tregða við tíundargreiðslur.69 I krossferð gegn Slövum berjast
skip frá Heiðarbæ, Jótlandi, Skáni og Sjólandi, hvert í sínu lagi.
Þegar ráðist er á Skánunga gleðjast Jótar, því „þeir sem eiga í
einkadeilum verða aldrei sameinaðir í almannahag („quos privatæ
iræ agitant, publica numquam communio fœderat").70 Saxi er
hliðhollur Sjólendingum, en hefur óbeit á Jótum.
Aksel Christensen telur að sameiginlegt þing og lög hafi lengi
vel skipt meira máli fyrir þjóðlega sjálfsmynd í Danmörku en
konungur eða ríki. Harald Gustafsson telur þetta eiga við um öll
Norðurlönd.71 Þjónn Absalons biskups segist t.a.m. eiga meiri
skyldur við þjóð sína en herra, þegar honum er gert að bæla niður
uppreisn Skánunga.72
Sögur Noregskonunga gera ekki jafn skýran greinarmun á
íbúum einstakra landa ríkisins, á Þrændum, Vestlendingum og
Víkverjum. Það kann að stafa af því að þær voru samdar af Is-
lendingum. Höfundur Historia Norvegiæ er hins vegar norsk-
ur.73 Hann getur um fjögur patnæ við strönd Noregs og fjögur í
Upplöndum.74 Edvard Bull vildi þýða patria sem „lovomráde"
eða „tingomráde“ en Halvdan Koht þótti kyndugt að nota þetta
67 Saxonis Gesta Danorum, bls. 527-29.
68 Diplomatarium Islandicum. Islenzkt fornbréfasafn, I. bindi 834-1264, útg. Jón
Sigurðsson, Kaupmannahöfn, 1857-1876, bls. 636-37; II. bindi 1253-1350, útg.
Jón Þorkelsson, Kaupmannahöfn, 1893, bls. 333-36.
69 Saxonis Gesta Danorum, bls. 530-31.
70 „quos privatæ iræ agitant, publica numquam communio fœderat". Saxonis
Gesta Danorum, bls. 376-77. Einnig segir frá togstreitu Jóta og Sjólendinga í
Knýtlinga sögu, Danakonunga sögur, bls. 310.
71 Christensen, Kongemakt og aristokrati, bls. 21; Harald Gustafsson, Nordens
historia. En europeisk region under 1200 ar, Lundi, 1997, bls. 34.
72 Saxonis Gesta Danorum, bls. 525.
73 Halvdan Koht, Innhogg og utsyn i norsk historie, Kristiania, 1921, bls. 223-24.
74 Við ströndina eru Víkin, Gulaþingslög, Þrándheimr og Hálogaland. Inni í
landi eru „patria regnum Raumorum oc Ringorum", Þelamörk, Heiðmörk og