Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 180
174
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
byrja á því að segja: „Item samtókum vér að hafa öngvan léns-
mann utan íslenskan yfir greindu takmarki Arnesi Þetta
reynist vera eina atriðið sem þeir endurtaka úr Gamla sáttmála,
það eina sem kemur bæði fyrir í upprifjun þeirra á sáttmálanum
og í samþykktum þeirra á eftir.69 Það vekur grun um að ákvæðið
gegn útlendum konungsumboðsmönnum sé tilefni þess að þeir
byrja samþykkt sína á Gamla sáttmála og líklega tilefni þess að
þeir koma saman á fundinn og bindast einhvers konar samtökum
um að framfylgja samþykktum sínum.
Eg minni á að það voru bændur sem gerðu þessa samþykkt,
ekki sýslumenn sem mætti ætla að vildu tryggja að sýsluumboðin
gengju til sona sinna og tengdasona. Auðvitað má giska á að eitt-
hvert fólk af íslenskum sýslumannaættum hafi róið undir við
bændurna. En um það liggur ekkert fyrir, svo að þannig verður
tæpast ályktað nema við teljum fyrirfram afar ósennilegt að
bændur hafi tekið innlenda sýslumenn fram yfir útlenda, og þá
erum við farin að láta heimildirnar lúta kenningu módernismans.
Svipað má segja um fleiri af þessum samþykktum. Árið 1579
sendu lögmenn og aðrir fyrirmenn Islendinga bænarskrá til kon-
ungs frá Alþingi, þar sem meðal annars var beðið um að sýslu-
menn og umboðsmenn klaustureigna væru Islendingar, og val
sýslumanna jafnvel staðfest með einhvers konar samþykki al-
mennings:
I annan máta að yðar mildileg náð vildi til setja að sýslumenn væri
kjörnir hér í landið skikkanlegir og ærlegir eftir ordinantiunni, fyrst af
yðar náðar lénsmanni með lögmanna og sveitarmanna samþykki, þeir
sem væri réttvísir, óágjarnir og miskunnsamir við fátækan almúga, ís-
lendir en ei útlendir, eftir vorum lögum gömlum og fríheitum.
Sömuleiðis og klaustranna haldarar væri hér innlendir svo eigi dragist
öll afgift og ábati burt héðan af þessu landi, krúninni og kóngdóminum
til allmikils skaða.70
69 íslenzkt fornbréfasafn VII (Reykjavík, Bókmenntafélag, 1903-1907), 321-24
(nr. 359). - Lénsmaður mun vera sá sem fer með konungsumboð, annað hvort
sýslumaður eða umboðsmaður hans.
70 Alþingisbœkur íslands I (1570-1581) (Reykjavík, Sögufélag, 1912-14), 396.
Stafsetning er færð til nútímahorfs.