Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 234

Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 234
228 GAUTI KRISTMANNSSON SKÍRNIR skilgreiningar Schleiermachers í Hermeneutik und Kritik, þar sem hann segir: „hin sérhlífnari aðferð í listinni [að skilja] gengur út frá því sem vísu að skilningurinn komi af sjálfu sér og lætur markmiðið í ljós með neikvæðum formerkjum: Að forðast beri misskilning."5 Hin síðari hljóðar svo: „Hin agaðri aðferð gengur út frá því að menn misskilji sjálf- krafa og að skilninginn verði þeir að vilja og finna í hverju atriði." Þýð- andi sem notar fyrri aðferðina hlýtur að vera dæmdur til að gera villur og þær margar. Mér finnst einnig vanta í kaflann um þýðingarferlið umræðu um hlut þeirra sem ábyrgð á þýðingunni bera, sem óska eftir henni og greiða fyr- ir. Fjárframlag þeirra er auðvitað í samræmi við þau gæði sem þeir óska eftir, en í bókmenntaþýðingum koma venjulega ritstjórar forlaga að þýð- ingunni þegar henni er lokið og gera breytingar, breytingar sem byggjast oft á öðru gildismati en því sem þýðandinn hefur. Ritstjórinn er ekki eins bundinn af frumtextanum og hefur oftast nær það hlutverk að skila af sér söluvöru fyrir bókamarkaðinn. Samband þýðandans og ritstjórans er þeim fyrrnefnda oft í óhag af þeirri einföldu ástæðu að þýðandinn er oftast nær verktaki og kannski upp á hinn síðarnefnda kominn vilji hann eða hún fá verkefni í framtíðinni. Vitanlega er í besta falli um fagmann- lega samvinnu að ræða, einkum þegar þýðandinn er reyndur, en í versta falli getur farið illa og þá er oft þýðandi hengdur fyrir ritstjóra.6 Orsakir slíkra vinnubragða má að hluta rekja til þess að gjarnan er litið á þýðing- ar sem annars flokks texta, en reyndar einnig til þess að ritstjórar fá oft í hendur illa gerðar þýðingar og hafa því tvöfalda ástæðu til að líta niður á þýðendur og verk þeirra. Þeim gleymist þó oft að ástæða þess að þýð- ingin er léleg er sú að til var sparað í vali á þýðanda, kannski af því að þorri manna er haldinn þeirri „þýðingarblindu" að ætla að hver sá sem hrafl kunni í útlendu máli sé fær um að þýða af því. í fimmta kafla fjallar Ástráður um þýðingarýni og er sú umfjöllun í rökréttu framhaldi af kaflanum um þýðingarferlið. Þýðingarýni er á stundum ófrjóasti þáttur þýðingafræða, því oft snýst hún einungis um talningu á villum og hana ekki alltaf vel grundaða.7 Ástráður tekur fyrst fyrir þá rýni eða öllu heldur það rýnisleysi sem er að finna í ritdómum 5 Friedrich Schleiermacher. Hermeneutik und Kritik. Ritstj. Manfred Frank. Frankfurt/Main: Suhrkamp, 1977, s. 92. Seinni skilgreiningin er á sömu síðu. 6 Sbr. rannsókn mína Damit wir wissen, was sie geschrieben haben? Úber- setzungskriterien bei Kundera und Nabokov. Ritr. Saxa A 20. Ritstj. Andreas F. Kelleat/Christoph Parry. Vaasa o.v., 1998, s. 22-23. Þar er stuttlega farið yfir misþyrmingu á enskri þýðingu fyrstu skáldsögu Kundera. 7 Það má kannski sjá af því að lokaritgerðir stúdenta til þýðendagráðu (Diplom) eru mjög oft á þessu sviði sem og íðorðafræði. Þessi empíríski grunnur fræð- anna höfðar stundum til þeirra sem litla trú hafa á því að þeim takist að skrifa fræðilega ritgerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.