Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 103
SKÍRNIR
97
JÓN
sorgarsögu Andromökku eða Heköbu eða Príamosar.19 Ertu
þá með fullu viti, eða ertu kominn út úr sjálfum þér og telur
innblásin sál þín sig vera meðal þeirra atburða sem þú segir
frá, hvort heldur þeir eru í Iþöku eða Tróju eða hvar svo sem
þessi kvæði gerast?
Jón: Mér virðist það sem þú segir vera greinilegur vitnisburður
um þetta. Ég skal svara þér undanbragðalaust. Þegar ég segi
eitthvað sorglegt, fyllast augu mín af tárum. En þegar það er
eitthvað hryllilegt og ógnvekjandi, rísa hárin af ótta og hjartað
berst.
Sókrates: En hvað? Segjum við þá, Jón, að þessi maður sé með
fullum sönsum, klæddur fullum skrúða, marglitri skikkju og
gullkórónum, grátandi á fórnarathöfnum og hátíðum en hefur
þó ekki verið sviptur neinu af þessu? Eða hann er óttasleginn
þegar hann stendur fyrir framan meira en tuttugu þúsund vin-
veitta menn, en þó er enginn sem rífur af honum fötin eða
gerir honum eitthvað rangt til?
Jón: Alls ekki, Sókrates, ef ég á að segja eins og er.
Sókrates: Og þú veist að þið hafið sömu áhrif á flesta áheyrendur?
Jón: Það veit ég vel. Því ég horfi alltaf á þá ofan af sviðinu, þar
sem þeir gráta, og líta á mig óttaslegnir og láta heillast af orð-
um mínum. Það er líka nauðsynlegt fyrir mig að gefa þeim
gaum, því ef ég kem þeim til að gráta, mun ég sjálfur hlæja
vegna peninganna sem ég fæ, en ef þeir hlæja, þá mun ég gráta
peningana sem ég tapa.
Sókrates: Svo þú veist að áheyrandinn sjálfur er síðastur hringj-
anna, sem ég sagði áðan að fengju hver frá öðrum kraftinn sem
þeir tækju úr steini Heraklesar. En miðjan ert þú, kvæðaþulur-
inn og leikarinn, og fremst er sjálft skáldið. Og í gegnum alla
þessa dregur guð sálir mannanna hvert sem hann vill, og lætur
hvern vera háðan annars krafti. Og alveg eins og frá steininum,
myndast löng keðja kórsöngvara, kennara og undirkennara
kórsins, hangandi saman beggja vegna frá hringjunum sem
19 Odysseifur, Od. 22.1; Akkilles, II. 22.312; Andromakka, II. 6.370-502, 22.437-
515, 24.723-46; Hekaba, II. 22.79-89, 22.405, 22.430-36, 24.747-60; Príamos, II.
22.33-78, 22.408-28, 24.160-717.
L