Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 122
116
SVERRIR JAKOBSSON
SKÍRNIR
Veraldar saga talar um þjóðir og heiðnar þjóðir til skiptis, án
þess að merking breytist. I Hómilíubók finnast dæmi um svipaða
notkun orðsins.20 Eins má skilja Péturs sögu postola, þar sem
„höfðingjar Gyðinga og ríkismenn þjóða“ eru látnir rægja post-
ulana við lýðinn.21 Heiðingjar eru þá ekki ein þjóð heldur margar
og því þarf að taka fram hvaða þjóðir séu á ferð, t.d. þjóðin sem
heitir „Sarraceni, en vér köllum Serki“.22 I Flateyjarbók frá um
1387 greinir frá því er Burizlafur konungur í Kænugarði herjar á
ríki bróður síns með „óflýjanda her og eru það Tyrkir og
Blökkumenn og mörg önnur ill þjóð“.23 I Veraldar sögu virðist
þjóð vera svipaðrar merkingar og ættkvísl, þ.e. þjóðir eru komnar
af einstaklingum.24 Þá sem nú hefur verið nærtækt að skýra sam-
kennd þjóðar með sameiginlegum uppruna, enda hafa latínuorð
gefið lærðum mönnum tilefni slíkra túlkana.
Kristilegir textar leggja áherslu á sundrungu heiðinna manna.
Stundum er þó talað um þessar þjóðir sem eina, t.d. þar sem bent
er á „að traust allt og afl heiðinnar þjóðar fellur niður fyrir hljómi
heilagra kenninga".25 Hvað varðaði kristna menn var málið ein-
faldara. Þeir voru ein þjóð. Þannig má t.d. skilja notkun hugtaks-
ins í allegórískum útleggingum við Veraldar sögu.261 landslögum
Magnúss Hákonarsonar er „öll kristileg þjóð“ nefnd í kristin-
dómsbálki og í Nikulaus sögu Bergs Sokkasonar er Gyðingur
nokkur látinn segja að kristnir menn séu „með engu móti skilrík-
ari en önnur þjóð eða fastorðari".27
20 Homiliu-bók, bls. 83.
21 Postola sögur. Legendariske fortAlinger om apostlernes liv, deres kamp for
kristendommens udbredelse samt deres martyrdod, útg. Carl Rikard Unger,
Christiania, 1874, bls. 185.
22 Postola sögur, bls. 766.
23 Flateyjarbók. En samling af norske konge-sagaer med indskudte mindre for-
tœllinger om begivenheder i og udenfor Norge samt annaler, útg. Guðbrandur
Vigfússon og Carl Rikard Unger, 3 bindi, Christiania, 1860-1868, II, bls. 126.
24 Veraldar saga (Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur, 61), útg.
Jakob Benediktsson, Kaupmannahöfn, 1944, bls. 16, 19.
25 Veraldar saga, bls. 84.
26 Veraldar saga, bls. 79-80.
27 Norges gamle love indtil 1387, útg. Rudolf Keyser, Peter Andreas Munch,
Gustav Storm og Ebbe Hertzberg, 5 bindi, Christiania, 1846-1895, II, bls. 22;
Heilagra manna sogur. Fortœllinger og legender om bellige mrend og kvinder,
útg. Carl Rikard Unger, 2 bindi, Christiania, 1877, II, bls. 134.