Skírnir - 01.04.1999, Síða 147
GUNNAR KARLSSON
íslensk þjóðernisvitund á
óþjóðlegum öldum
jón sigurðsson forseti lét eftir sig þau skorinorðu ummæli að
það væri „ekki um skör fram, að Íslendíngar hafa skilið fall Jóns
biskups Arasonar og sona hans svo, sem með þeim hefði fallið
hinir seinustu Islendíngar, hin innlenda stjórn liðið undir lok og
hin útlenda byrjað".1 Páll Eggert Ólason hnykkti á þessum orð-
um í niðurlagi ævisögu Jóns Arasonar, sem Páll birti sem fyrsta
bindi í ritverkinu Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Islandi
árið 1919. Páll Eggert sneri svolítið út úr orðum forsetans, hafði
eftir honum að Jón Arason „væri síðastur Islendingur“ og lagði
svo út af ummælum hans með því orðbragði sem tíðkaðist á fyrri
hluta 20. aldar þegar rætt var um samskipti Islendinga og Dana:
Fyrir Jóni Sigurðssyni hefir það vakað, að Jón byskup Arason varð síð-
astur íslendinga til þess að halda uppi baráttu gegn drottnunargjörnum
og einvaldssjúkum konungi fyrir þjóðréttindum landsins, síðastur
manna til þess að sýna, ekki að eins í orði, heldur og í verki, með lífi og
blóði sínu, að hann mat þjóð sína, land, tungu og kirkju framar öllu.2
Hér er semsagt komin hin sanna og eina þrenning Snorra
Hjartarsonar, land, þjóð og tunga,3 og kirkjunni bætt í hópinn.
Auðvitað orkar þetta gamaldags og tortryggilegt á fólk núna.
Öllu sem þjóðernissinnaðir söguritarar okkar héldu fram um
þessi efni, frá Jóni Sigurðssyni forseta um 1840 til nafna hans
1 Safn til sögu íslands og íslenzkra bókmenta að fornu og nýju I (Kaupmanna-
höfn, Bókmenntafélag, 1856), 15 (formáli að Biskupaannálum Jóns Egilsson-
ar). - Greinin er reist á fyrirlestri sem var haldinn á vegum Hollvinafélags
heimspekideildar Háskóla íslands í Reykjavík 18. apríl 1998.
2 Páll Eggert Ólason: Menn og menntir siðskiptaaldarinnar d Islandi l.Jón Ara-
son (Reykjavík, Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar, 1919), 454.
3 Snorri Hjartarson: Á Gnitaheiði (Reykjavík, Heimskringla, 1952), 16.
Skírnir, 173. ár (vor 1999)