Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 153
SKÍRNIR
ÍSLENSK ÞJÓÐERNISVITUND
147
Nýlega hefur athyglisverð andófsrödd gegn módernismanum
kvatt sér hljóðs í Bretlandi, enski guðfræðingurinn Adrian
Hastings. Hastings kallar Anthony Smith módernista,14 sem má
vissulega til sanns vegar færa,15 og heldur því fram sjálfur að fyrir-
bærin nation og nationalism hafi sprottið upp á Englandi á mið-
öldum. Þó gengur Hastings ekki þráðbeint gegn þjóðernis-
hyggjukenningu Gellners en ryður henni til hliðar með því að
segja að nationalism merki tvennt, kenningu og iðkun (a theory
and a practice). Sem pólitísk kenning merki hann að hver nation
skuli hafa sitt eigið ríki, og hún komi ekki upp fyrr en á 19. öld.
Það sé hins vegar nationalism sem iðkun sem vaki meira fyrir
þjóðernissinnum, og hún sé öll sú iðkun sem spretti af trúnni á að
eigin þjóðarhefð (ethnic or national tradition) sé sérstaklega dýr-
mæt og þarfnist varnar hvað sem það kosti með því að stofna eða
þenja út eigin þjóðríki (nation-state).16 Að vissu leyti leikur
Hastings við Gellner sama leikinn og Gellner lék við Smith; hann
segir: „Þú hefur svosem ekki rangt fyrir þér í því sem þú segir, en
það er bara ekki sú saga sem skiptir máli.“
í síðartalda skilningnum, sem iðkun, segir Hastings að þjóð-
ernishyggja hafi komið upp á Englandi á miðöldum. Hugtakið
nation hafi Englendingar tekið upp úr latnesku Biblíuþýðing-
unni, Vulgata, og notað það strax á miðöldum í afar líkri merk-
ingu og það hafi enn. Þjóðernishyggju finnur hann til dæmis og
kannski einkum þegar þjóðmenningarlegum rökum er beitt í
þágu ríkisins. Þannig þurfti Játvarður konungur I. á auknum
sköttum að halda árið 1295, meðal annars til að heyja stríð við
Frakka. Þá greip hann til þeirrar fáránlegu kenningar að Frakkar
áformuðu að ráðast inn í England og útrýma enskri tungu.17
Hastings viðurkennir að verulegur munur sé á þjóðríkjum
fyrri tíma og nútímaríkjum eins og þau tóku að þróast á 19. öld.
Nútímaríkið sé miklu afskiptasamara af menningu þegna sinna;
14 Adrian Hastings: The Construction of Nationhood. Ethnicity, Religion and
Nationalism (Cambridge, Cambridge University Press, 1997), 54.
15 „In a sense, the ‘modernists’ are right“, hefur Smith skrifað í The Ethnic Orig-
ins of Nations, 11.
16 Hastings: The Construction ofNationhood, 3-4.
17 Hastings: The Construction of Nationhood, 45.