Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 145
SKÍRNIR HVERS KONAR ÞJÓÐ VORU ÍSLENDINGAR?
139
sínu, Hauksbók.148 Ávallt er hún rakin til íslenskra forfeðra
Hauks en aldrei til föðurafans, sem hugsanlega var norskur. Eigi
að síður var hann gjaldgengur „Noregskonungsríkismaður" x
samningum við „Svíaríkis riddara" í Ósló 26.-28. júní 1319 eftir
fráfall Hákonar háleggs.149
Ættrækni Hauks Erlendssonar er ekki einsdæmi á þessum
tíma. I Sturlungu eru ættir helstu höfðingja landsins raktar til
Narfasona á Skarði og í Melabók Landnámu til Melamanna. Á
þessum tíma gera Islendingar Gamla sáttmála við Hákon hálegg
Noregskonung þar sem þess er krafist að valdsmenn séu innlend-
ir og af fornum goðaættum. Ætternið skiptir þessa menn öllu
máli. Þess vegna hafa þeir getað tekið undir þá skoðun, sem eign-
uð er Haraldi harðráða í Morkinskinnu, að það sem máli skipti sé
að vera af göfugri ætt, ekki frá hvaða landi menn koma. Krafa Is-
lendinga 1302 um innlenda valdsmenn var til skamms tíma talin
af þjóðernislegum rótum runnin, „enda var þá skammt um liðið,
síðan þjóðin missti frelsi sitt, og hafa sárindin af þeim atburði
ekki verið með öllu horfin“.150 Þá var ekki litið til seinni liðs
kröfunnar sem sýnir að hana verður fyrst og fremst að skoða sem
kröfu forréttindastéttar fyrir áframhaldandi fríðindum.
9. Þjóð verður til
Tvær leiðir eru færar þeim sem vill ræða íslenskt þjóðerni á mið-
öldum. Annars vegar er hægt að nota hugtakið eins og það er nú,
hins vegar eins og það var þá. Þó er óvíst að menn verði miklu
nær um sjálfsmynd Islendinga á miðöldum ef grundvallarhugtök
eru notuð öðruvísi en þeir gerðu sjálfir.
Islendingar voru þjóð á miðöldum. Norðmenn voru líka þjóð
á miðöldum, einnig Danir, norrænir menn og kristnir menn, Víð-
148 Hauksbók udgiven efter de amamagmeanske hdndskrifter no. 371, 344 og 673
4o samt forskellige papirshdndskrifter, útg. Eiríkur Jónsson og Finnur Jóns-
son, Kaupmannahöfn, 1892-1896, bls. 44, 69, 74, 88,112, 115, 123, 444, 505.
149 Norges gamle love, III, bls. 146-49.
150 Jón Jóhannesson, Islendinga saga, II, bls. 226.