Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 129
SKÍRNIR HVERS KONAR ÞJÓÐ VORU ÍSLENDINGAR?
123
milli 1202 og 1216, en fengu ekki opinbera staðfestingu, ekki
frekar en tvær lögbækur Sjólendinga.62
Það sem sameinaði löndin voru lögin. I Marthe sögu og Marie
Magdalene, sem til er í 14. aldar handritum, segir af pílagrími frá
„því landi er Aquitannia heitir“ sem elskaði dýrlinginn af öllum
hug „eftir sið þess lands“, en í öðru handriti segir að hann hafi
sótt „til staðar hinnar góðu guðs vinkonu með mikilli góðfýsi eft-
ir sið sinnar þjóðar“.63 Landssiður og þjóðarsiður er hér nánast
það sama og þá væntanlega einnig land og þjóð.
Elstu handrit rits sem ýmist er kallað Knútssaga (Gesta
Cnutonis regis) eða Emmulof (Encomium Emmae reginae) eru
frá 12. öld. Þar er orðið patria notað yfir einstaka hluta Dana-
veldis, ekki allt ríkið.64 Eins er með ævisögu heilags Knúts og bréf
frá 13. öld.65 Elstu handrit skilmálaskrár Danakonungs nefna
leges patrie, en handrit frá 15. öld leges terre. Af þessu réð Aksel
Christensen fyrir um 50 árum að lengi fram eftir miðöldum hefði
landið skipt fólk meira máli en ríkið.66
í Danasögu Saxa standa íbúar hinna og þessara landa Dana-
veldis gjarnan saman gagnvart öðrum íbúum veldisins. Á ofan-
verðum stjórnarárum Valdemars hefst uppreisn á Skáni. Er or-
62 Herluf Nielsen, „Skáne og Blekinge", Kulturhistorisk leksikon for nordisk
middelalder fra vikingetid til reformationstid, 16. bindi, Reykjavík, 1971, 77-
81; Jens Ulv Jorgensen, „Skánske lov“, op.cit., 81-83. I Jótlandi tókst konung-
inum hins vegar að fá lögtekna opinbera lögbók árið 1241, en hún hefur að
einhverju leyti byggst á eldri venjurétti, sbr. Stig Iuul, „Jyske lov“, Kulturhi-
storisk leksikon for nordisk middelalder fra vikingetid til reformationstid, 8.
bindi, Reykjavík, 1963, 50-51.
63 Heilagra manna sogur, I, bls. 550-51.
64 Scriptores minores historix Daniae, II, bls. 392, 393, 395.
65 Vitae sanctorum Danorum, útg. Martinus Clarentius Gertz, Kaupmannahöfn,
1908-1912, bls. 191-93; Diplomatarium Danicum, 2. række, 1. bind 1250-
1265, útg. Franz Blatt, Gustav Hermansen og C. A. Christensen, Kaup-
mannahöfn, 1938, nr. 23; 2. række, 2. bind 1266-1280, útg. Franz Blatt og
Gustav Hermansen, Kaupmannahöfn, 1941, nr. 96.
66 „Langt ned i middelalderen ser man gang paa gang, hvorledes «landet», den
enkelte provins, overskygger »riget«, den samlede enhed.“ Aksel E. Christen-
sen, Kongemakt og aristokrati. Epoker i middelalderlig dansk statsopfattelse
indtil unionstiden, Kaupmannahöfn, 1945, bls. 20.