Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 131
SKÍRNIR HVERS KONAR ÞJÓÐ VORUISLENDINGAR?
125
orð yfir þingumdæmi.75 Þó er slík notkun orðsins hefðbundin á
miðöldum.76
I norskum konungasögum ber mest á samkennd og samstöðu
Þrænda. Þannig segir í Heimskringlu: „Þá bjuggusk allir Þrændir
og Norðmenn til heimfarar“, þegar Magnús Ólafsson er látinn.77
Annars eru Noregsmenn sjaldan aðgreindir með slíkum hætti í
íslenskum konungasögum, en í Heimskringlu kemur fyrir að
Hörðar, Þrændir og Víkverjar taki hver sinn konung. Jafnvel þótt
konungurinn sé einn þarf hann fyrst að láta taka sig til konungs í
Þrándheimi, síðan á Upplöndum og svo framvegis.78
Minna er um heimildir frá Svíþjóð á þessum tíma en sjá má að
það ríki hefur verið klofið í margar þjóðir. Af Vestgautalögum
sést að Vestgautar hafa verið svipuð eind og Islendingar. Frásögn
Heimskringlu um að öll lögþing í Svíaríki hafi lotið lögmannin-
um í Tíundalandi byggir hins vegar á misskilningi Islendings sem
heimfærir aðstæður á Islandi upp á Svíaríki.79 Þó má ráða af ritinu
að ríkið hafi náð til margra landa. Historia Norvegiæ nefnir fjög-
ur grannlönd Noregs í austri „Swethiam, Gautoniam, Angriam,
Jamtoniam“.80
Víða í Heimskringlu er greinarmunur gerður á Svíþjóð annars
vegar og Jamtalandi og Gautlandi hins vegar.81 I Sögubroti af
fornkonungum er minnst á landamæri Svíþjóðar og Eystra-Gaut-
lands.82 I Knýtlinga sögu kemur fram að Absalon hafi orðið erki-
„valles Gudbrandi cum Loariis et finitimis provinciis“. Monumenta Historica
Norvegiœ, bls. 76-82.
75 „Soleis beint fram til inndelingsnamn har eg elles aldri set patria brukt.“ Koht,
Innhogg og utsyn, bls. 226, sbr. Edvard Bull, Det norske folks liv og historie
gjennem tidene. Fra omkring 1000 til 1280 (Det norske folks liv og historie
gjennem tidene, II), Ósló, 1931, bls. 20-21.
76 I Frakklandi var orðið patria notað yfir héruð, eða „pays“ út miðaldir en á 16.
öld fer það að vera oftar notað yfir allt konungsríkið. Gustave Dupont-Ferri-
er, „Le sens des mots «patria» et «patrie» en France au moyen age et jusq’au
début du XVIIC siécle“, Revue Historique, 188 (1940), 89-104.
77 Snorri Sturluson, Heimskringla, III, bls. 107.
78 Snorri Sturluson, Heimskringla, I, bls. 146, 150-51.
79 Curt Weibull, Kallkritik och historia. Norden under dldre medeltiden, Stokk-
hólmi, 1964, bls. 241-47. .
80 Monumenta Historica Norvegia, bls. 74.
81 Snorri Sturluson, Heimskringla, III, bls. 8, 17, 40, 55, 61-62, 69.
82 Danakonunga sögur, bls. 60.