Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 87
SKÍRNIR ÞEGAR ÍSLENDINGAR URÐU FORFEÐUR ÞJÓÐVERJA
81
Aðeins eitt svar við Thule-könnuninni tengir Alþingi við hug-
sjónir lýðræðis og er það allrar athygli vert fyrir þær sakir að hér
er á ferðinni sjálfur Theodor Heuss, frjálslyndur þingmaður á
þýska ríkisþinginu, síðar fyrsti forseti Þýska sambandslýðveldis-
ins. Alþingishátíðina telur hann tilefni til að minnast „forn-
germansks lýðræðis og frelsis" og áhugaverða fyrir „sögulega og
hugmyndalega dýpkun stjórnarskrárumræðunnar“ (JI, s. 4).
Skeytingarleysi um hátíðina sem Alþingis-hátíð takmarkaðist
reyndar ekki við Diederichsforlagið og vini þess heldur virtist
það ríkjandi afstaða Islandsunnenda í Þýskalandi. Enda harmar
frjálslyndi gagnrýnandinn Georg Gretor að hátíðinni hafi „í flest-
um þýskum skrifum um Island verið veitt minni athygli en í um-
fjöllun á enska og franska tungu. Það er að segja íslenska
Alþingisfyrirkomulaginu sem þróunarstigi þingræðis."90
Norrœn menning - klassísk menning
Það ríkti því ekki algjör eining um hið þjóðernissinnaða, menn-
ingarsvartsýna viðhorf til Thule. Annar ásteytingarsteinn var
klassísk menning, þ.e. latnesk og grísk, sem 13 svarendur minnast
á. Hér er ekki einungis tekist á um „þjóðlegt" og „útlent“ heldur
einnig innsæishyggju og vitsmunahyggju, rómantík og upplýs-
ingu. Sex svarendur vilja beita Thule við að hreinsa suðræn, klass-
ísk áhrif úr þýsku þjóðarsálinni eða a.m.k. setja norðrið á hærri
stall. Bahr þykir Þjóðverjar hafa „undir áhrifum upplýsingar-
stefnunnar“ of lengi látið „blekkjast af þránni til suðurs" (JI, s.
23). W. H. Vogt, prófessor í germönskum fræðum í Kiel og
Thule-þýðandi, heldur því fram að forngrískur „vilji“ sé gjörólík-
ur germönskum „vilja“. Hjá Grikkjum verði viljinn nefnilega til
við „mat á kostum og ókostum, leitina að því rétta, hlutlæga".
Germanski viljinn sé hins vegar „mótaður frá upphafi“ en verði
ekki til við ákvarðanatöku. Slíkur vilji getur af sér, að mati Vogts,
karlmennsku og heiður. Þetta sé einmitt vilji þýskra hetja eins og
90 Georg Gretor: „Jahrtausendfeier Islands." Der Kreis. Zeitschrift fiir
kúnstlerische Kultur 7/6 (1930), s. 354-58, hér 355. Sbr. sami: „Zum is-
lándischen Allthingsjubiláum.“ Deutsch-Nordisches Jahrbuch (1930), s. 67-74.