Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 76
70
ÓSKAR BJARNASON
SKÍRNIR
tíma til kominn að taka afstöðu. Hann tók sér stöðu á hægri
kantinum, eins og menningarsvartsýnismenn hneigðust til, hafn-
aði vestrænu lýðræði og þingræði sem ósamboðnu þýsku þjóð-
erni og taldi það auk þess sprottið af gyðinglegum rótum. For-
leggjarinn, sem áður hafði ekki vílað fyrir sér að eiga samstarf og
jafnvel í vinasambandi við gyðinga (svo sem Bernstein eða
Mendelssohn Islandsfara), tók að gefa frá sér andgyðinglegar
yfirlýsingar. Hann virðist hafa látið berast fyrir bylgju gyðinga-
andúðar sem um aldir hafði loðað við krepputíma. Því var ekki
að neita að gyðingar stóðu nær hinum hötuðu öflum nútímans,
þeir voru áberandi í fjármálum og viðskiptum, aðhylltust oftar en
ekki frjálslyndi í stjórnmálum og gátu nú tekið virkari þátt í
landsmálunum en nokkru sinni fyrr. Diederichs taldist reyndar
aldrei til örgustu gyðingahatara en það er lýsandi um þá óbil-
gjörnu stefnu sem þjóðernishyggja hans hafði tekið að hann hafn-
aði því að gyðingar Þýskalands ættu rétt á stjórnmálaþátttöku, að
minnsta kosti um sinn.63
Diederichs var einn þeirra sem gerðu tillögur um umbyltingu
stjórnarfarsins í „þýskum“ anda og skrifaði um það forystu-
greinar í Die Tat. Hugmyndir hans báru keim af því að hann
hafði fært nýrómantíska lífssýn yfir á stjórnmálin. Hann fylgdi
korporatívisma, vildi stjórnskipulag sem byggði á leiðandi full-
trúum starfsstétta og héraða landsins.64 Um leið saknaði hann
hins mikla leiðtoga, náttúrusnillings með hæfileika til að „sjá“
lífsveg þjóðanna með „auga innsæisins" eins og hann orðaði það.
Þegar stjórnlagaþingið var að störfum í Weimar vorið 1919 og
lýðveldið, sem síðar var kennt við þá borg, í fæðingu, slóst
63 E. D.: „Die Nationalversammlung." Politik des Geistes, s. 175-77, hér s. 176.
Einnig: „Antisemitismus." Die Tat, 14/8 (1922), s. 607-609. Sbr. ávæning gyð-
ingahaturs hjá Andreas Heusler sem kenndi gyðingum um stjórnmálaóreið-
una og meint almennt fráhvarf frá gömlum þýskum gildum. Heusler til
Ranisch, 21. nóv. 1918. Briefe, s. 448-51, hér s. 451.
64 Korporatívismi í ýmsu formi var útbreiddur á hægri væng þýskra stjórnmála.
Kurt Sontheimer: Antidemokratisches Denken in der Weimarer Republik.
Munchen 1994, s. 199-201. Hann átti sér einnig formælendur á íslandi en hug-
myndir Guðmundar Hannessonar læknaprófessors um „Goðastjórn"
(Eimreiðin 35/3-4 (1929), s. 201-13) voru í meginatriðum þær sömu og
Diederichs aðhylltist.