Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 16

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 16
Guðrún Björk Guðsteinsdóttir smákóngs, fremur en t.d. norsks sem traustari heimildir gætu hafa verið fyrir, ræðst af því að kærastinn sem hryggbraut hana - einn af- komenda írakóngs - eftirminnilega var einmitt írskur „prestssonur og í hjarta sínu var hann stoltur af því...“ (Játningar, 408). Góðir þýðendur eiga ekki að þurfa að sjá sig knúna til að rétta svo úr „skekkjum“ í menningarlegri túlkun að bygging skáldverksins skekkist. Ekki virðast landsmenn hafa kippt sér upp við kvikmyndir, sjónvarpsþætti og skáldsögur hérlendra og erlendra höfunda sem fara frjálslega með íslenska landshætti og mörkin milli skáldskapar og staðreynda. Er þá nokkur ástæða til setja slíkt fyrir sig í verkum höfunda af íslenskum ættum sem feta sömu stigu? Ljóst er af Játningum landnemadóttur að frásagnir af íslandi voru veigamikill þáttur í uppvexti höfundar. Óvíst er að hún hafi sjálf gert sér fulla grein fyrir áhrifum þess á Islandsmynd sína að hún var sam- sett af minningabrotum hennar sjálfrar af minningabrotum annarra Vestur-íslendinga. Allt öðru máli gegnir um seinni kynslóðir sem eru mjög meðvitaðar um fjarlægð sína frá Islandi og mismun á vestur- íslenskum og íslenskum hefðurn. En úlfúðin vegna frávika Lauru frá íslenskum staðháttum hefur líklega reynst öðrum höfundum ýmist víti til varnaðar eða ögrun. í „The Man from Snaefellsness" leggur W. D. Valgardson t.d. ríka áherslu á að staðhættir og leiðarlýsingar séu réttar. David Arnason víkur aftur á móti verulega frá íslenskum staðháttum og sögutúlkun í skáldsögunni The Pagan Wall í örstuttum millikafla Jiar sem aðal- sögupersónan, Richard Angantyr, fer í laxveiðiferð til íslands. Sögu- korn eftir Kristjönu Gunnars, „The Song of the Reindeer" (Óður hreindýrsins), sem birtist fyrst árið 1982 í kynningarriti sem Sigurð- ur A. Magnússon ritstýrði, Icelandic Wríting Today, brýtur sömu lög- mál og fékk harða mótspyrnu af þeim sökum.18 David og Kristjana hafa rutt sína slóðina hvort eftir póstmódernisma og eftirlendu- fræðum (post-colonialism), með táknfræðilegri íhugun og frásagnar- legri endursköpun, þar sem þau taka m.a. til athugunar mótunaráhrif tungumáls, sögu og hefða á veruleikasýn einstaklingsins.19 Aðalsögusvið The Pagan Wall er meginland Evrópu. Richard Angantyr er háskólaprófessor frá Winnipeg sem er í leyfi frá kennslu 18 Sagan var gefin út aftur örlítið endurbætt í smásagnasafninu The Guest House and Other Stories árið 1992, en umfjöllun mín styðst við Icelandic Writing Today, 34-36. 19 í eftirlendufræðum hefur þessi þematíska athugun iðulega tekið til endur- skoðunar og endurtúlkunar tengslin á milli staðar (place, topos), sögu og tungu í leit að upprunalegri sögusýn sem ekki stýrist af gamla herraveldinu. í Kanada, eins og öðrum ríkjum í breska samveldinu, hefur þessi leit þótt strembnari sökum þess að upprunaleg tunga og saga landanna tilheyra frum- byggjunum, en ekki þeim innflytjendum sem komu víða að, mest frá Evrópu. Ríkjandi þjóðtunga þessara landa er enska, mál herraveldisins, en hjá Kanada- mönnum er vandinn meiri vegna nálægðar Bandaríkjanna sem hafa að vissu leyti orðið nýtt herraveldi með því að sameiginlegt tungumál og umsvif d .Jfiœyríá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997 14
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.