Jón á Bægisá - 01.04.1997, Side 17

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Side 17
„Kalda stríðið til að skrifa bók um Heidegger, en endar með að skrifa skáldsögu í staðinn. Samkvæmt The Pagan Wall er um tveggja klukkustunda ökuferð frá Reykjavík í uppáhalds laxveiðiá Karls Bretaprins, sem mun vera Hofsá og rennur í Vopnafjörð, en handan við hana er áin sem er áfangastaður ferðarinnar. Frá þessari laxá á Austurlandi má svo rölta sér til gamans að hver — eða að gjá sem samsvarar lýsing- unni á Peningagjá — eða að fossi sem má ganga á bak við eins og t.d. Seljalandsfoss. David hefur komið til Islands og veit betur, en helst eru líkur á að íslenskir lesendur geri sér ljóst að hann víkur vísvit- andi á öllu stórtækari hátt en Laura í The Viking Heart frá staðhátt- um. Þessi þáttur í íslandsmynd Davids gegnir markvissu táknrænu hlutverki. Með endurröðun á íslensku landslagi gefur David mynd af íslandi í hnotskurn sem litlu landi þar sem andstæður mætast. Gráir steinveggir húsanna virka kuldalegir, en innan dyra eru þau glæsileg og aðlaðandi. I Reykjavík má finna byggingar sem virðast hugarfóstur úr vísindaskáldsögu, en spölkorn þar frá er óspillt náttúra í frumöfl- um sínum. Leiðsögumaðurinn Helgi er nútímamaður og talar níu tungumál, en þegar hann er spurður hvert þeirra hann veldi ef hann mætti einungis tala eitt, þá svarar hann íslensku og skýrir að það sé sökum þess að fornsögurnar séu á íslensku. Helgi ekur um á tækni- væddum fjallajeppa, en tekur þó hátíðlega forna þjóðtrú eins og þá að álög hvíli á peningum sem kastað er í gjána - þeim hefnist fyrir sem reyni að ræna þeim. Til frekari undirstrikunar á táknmerkingu íslands sem vegamóta andstæðna segir David landið hvorki bera keim af Evrópu né Norður-Ameríku, heldur sé það einhversstaðar mitt á milli.20 ísland Davids er því fremur táknræn hugmynd hans um frumþætti íslands en staðfræðilega „rétt“ mynd. Kristjana bregður á svipaðan leik í „The Song of the Reindeer", samtímasögu um Eddu og Boggu sem sitja inni í kvennafangelsi á Akureyri ásamt ýmsum drykkju- og ólátadólgum af karlkyni sem þarf að hemja um stundarsakir. Sök Boggu er ekki látin uppi í sög- unni en Edda er í fangavist fyrir að hafa banað manni á hrein- bandarískra fjölmiðla vinna gegn staðfræðilegum mismun og hafa tilhneig- ingu til að stýra menningar- og sögutúlkun. Kristjana tekur á þessum kanadíska vanda frá kvennafræðilegu sjónarmiði og fellir hann í íslenskan ramma í skáldsögunni The Prowler. í The Pagan Wall bendir David á að sér- hver kynslóð endurtúlki stað, sögu og tungu. Glögg merki reglubundinnar endurtúlkunar má reyndar sjá ef grannt er gáð í íslensku samhengi, t.d. á tákn- gildi íslenskrar bændamenningar, borgarmenningar og útvegsbæjamenningar. 20 The Pagan Wall, (Vancouver, Kanada: Talonbooks, 1992) 175. Vel má geta sér til að val Davids á nafni íslenska leiðsögumannsins, Helga, sé ekki af handa- hófi heldur sé hann vísvitandi að rjúfa þá „helgi“ sem íslenska „herraþjóðin" hefur sett á íslenska staðfræði og sagnaarf, m.a. gagnvart Vestur-íslendingum. Viðvörun Helga um þau álög sem hvíla á fjársjóðnum í botni gjárinnar er tákn- ræn hliðstæða við þessi helgispjöll, en Richard bætir sinni kanadísku mynt í sjóðinn. d - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.