Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 15
Þýðandi þjóðarinnar
tveimur árum eftir að Þjóðleikhúsið var opnað og má fullyrða að hljóm-
urinn í því húsi hefði orðið býsna holur ef ekki hefði verið fyrir þýðingar
Helga á Shakespeare og grísku harmleikjunum. Við getum ímyndað okkur
hvílíkt próvins íslenskt leikhús hefði verið án þessara verka.
Sama má segja um íslenskt sjónvarp og það í tvennum skilningi. I
fyrsta lagi er Shakespeare miðlægur í enskumælandi menningu, svo mið-
lægur að vísanir til hans í sjónvarpsefni af öllu tagi eru ótölulegar og svo
margvíslegar að þýðendur þurfa sífellt að vera á varðbergi, að vera eða ekki
vera. Þá er stórkostlegt að textasafnið skuli vera til á íslensku og það sem
meira er, lifandi innan íslenskra leikbókmennta. Að auki hefur Sjónvarpið
oft sýnt verk Shakespeares og þá hefur skipt miklu máli að eiga texta sem
hæfir viðfangsefninu eins og ég hef komist að.
Sjónvarpið sýndi nefnilega hér á árum áður alltaf eitt Shakespeare-
verk á jóladag, eina af skrautfjöðrum erlendrar dagskrár um hátíðarnar.
Eg fékk nokkrum sinnum það góða og vonda verkefni að vinna texta
Helga í skjátexta fyrir þessar uppfærslur sem gerðar voru af BBC af mikl-
um metnaði. Verkefnið var ánægjulegt vegna þess að það gaf mér tækifæri
til að kafa ofan í frábæra texta á ensku og íslensku, vont vegna þess að það
krafðist þess að stytta þurfti á stundum sem gat verið erfitt. Eitt sá ég þó
mjög fljótlega, þýðingar Helga var hægt að nota og það mátti treysta því
fullkomlega að allt stæðist á alla leið. Eg kynntist því best þegar ég eyddi
einni jólanótt með Shakespeare, Hamlet og Helga. Vegna misskilnings
höfðu menn talið að til væri skjátexti að Hamlet og aðeins þyrfti að spila
hann inn. Þegar ég kom til þess að drífa það af á Þorláksmessu kom í ljós
að um var að ræða texta við gamla bíómynd þar sem verkið hafði verið
skorið niður og senum raðað upp á nýtt. Það þurfti því að vinna texta
og spila inn á tæplega fjögurra stunda sýningu fyrir kl. 13 á jóladag. Með
hjálp kollega minna, Veturliða Guðnasonar og Olafar Pétursdóttur, var
textinn tilbúinn kl. 12.59 °g Hamlet var sýndur án þess að nokkur sæi
misfellu á. En þetta hefði verið algjörlega útilokað hefði ekki legið fyrir
frábær þýðing.
En þýðing er ekki sama og þýðing og það á ekki síst við um þýðingar
á bundnu rnáli sem stundum hafa verið sagðar útilokaðar. Það er á þessu
sviði sem Helgi nær með duldum hætti þeim hæðum sem Hóras krafðist
lárviðar fyrir í dæminu hér að ofan. Vissulega fetar hann í fótspor fyrri
þýðenda, einkum Jónasar Hallgrímssonar, sem einna duglegastur var við
innflutning erlendra bragarhátta og mætti vel nefna þjóðarþýðanda eins
og þjóðskáld, en Helgi hefur einnig flutt inn forngríska bragarhætti eins
og Saffóar-háttinn sem hann nefnir svo og kemur með afbragðs dæmi
sjálfur í fyrrnefndri grein sinni um erlendan brag á erlendu ljóði:
d .ýSœytíá. - AF OG FRÁ, ÉG KANN EKKI NOKKURT ERLENT TUNGUMÁL 13