Jón á Bægisá - 01.10.2009, Síða 15

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Síða 15
Þýðandi þjóðarinnar tveimur árum eftir að Þjóðleikhúsið var opnað og má fullyrða að hljóm- urinn í því húsi hefði orðið býsna holur ef ekki hefði verið fyrir þýðingar Helga á Shakespeare og grísku harmleikjunum. Við getum ímyndað okkur hvílíkt próvins íslenskt leikhús hefði verið án þessara verka. Sama má segja um íslenskt sjónvarp og það í tvennum skilningi. I fyrsta lagi er Shakespeare miðlægur í enskumælandi menningu, svo mið- lægur að vísanir til hans í sjónvarpsefni af öllu tagi eru ótölulegar og svo margvíslegar að þýðendur þurfa sífellt að vera á varðbergi, að vera eða ekki vera. Þá er stórkostlegt að textasafnið skuli vera til á íslensku og það sem meira er, lifandi innan íslenskra leikbókmennta. Að auki hefur Sjónvarpið oft sýnt verk Shakespeares og þá hefur skipt miklu máli að eiga texta sem hæfir viðfangsefninu eins og ég hef komist að. Sjónvarpið sýndi nefnilega hér á árum áður alltaf eitt Shakespeare- verk á jóladag, eina af skrautfjöðrum erlendrar dagskrár um hátíðarnar. Eg fékk nokkrum sinnum það góða og vonda verkefni að vinna texta Helga í skjátexta fyrir þessar uppfærslur sem gerðar voru af BBC af mikl- um metnaði. Verkefnið var ánægjulegt vegna þess að það gaf mér tækifæri til að kafa ofan í frábæra texta á ensku og íslensku, vont vegna þess að það krafðist þess að stytta þurfti á stundum sem gat verið erfitt. Eitt sá ég þó mjög fljótlega, þýðingar Helga var hægt að nota og það mátti treysta því fullkomlega að allt stæðist á alla leið. Eg kynntist því best þegar ég eyddi einni jólanótt með Shakespeare, Hamlet og Helga. Vegna misskilnings höfðu menn talið að til væri skjátexti að Hamlet og aðeins þyrfti að spila hann inn. Þegar ég kom til þess að drífa það af á Þorláksmessu kom í ljós að um var að ræða texta við gamla bíómynd þar sem verkið hafði verið skorið niður og senum raðað upp á nýtt. Það þurfti því að vinna texta og spila inn á tæplega fjögurra stunda sýningu fyrir kl. 13 á jóladag. Með hjálp kollega minna, Veturliða Guðnasonar og Olafar Pétursdóttur, var textinn tilbúinn kl. 12.59 °g Hamlet var sýndur án þess að nokkur sæi misfellu á. En þetta hefði verið algjörlega útilokað hefði ekki legið fyrir frábær þýðing. En þýðing er ekki sama og þýðing og það á ekki síst við um þýðingar á bundnu rnáli sem stundum hafa verið sagðar útilokaðar. Það er á þessu sviði sem Helgi nær með duldum hætti þeim hæðum sem Hóras krafðist lárviðar fyrir í dæminu hér að ofan. Vissulega fetar hann í fótspor fyrri þýðenda, einkum Jónasar Hallgrímssonar, sem einna duglegastur var við innflutning erlendra bragarhátta og mætti vel nefna þjóðarþýðanda eins og þjóðskáld, en Helgi hefur einnig flutt inn forngríska bragarhætti eins og Saffóar-háttinn sem hann nefnir svo og kemur með afbragðs dæmi sjálfur í fyrrnefndri grein sinni um erlendan brag á erlendu ljóði: d .ýSœytíá. - AF OG FRÁ, ÉG KANN EKKI NOKKURT ERLENT TUNGUMÁL 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.