Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 16
Gauti Kristmannsson
Magurt kot lét Örlaganorn mér eftir,
ásamt neista hellenskrar söngvagáfu
og það geð, sem fátt um hvað fjöldinn hugsar
finnast sér lætur.
Af þessu má sjá, og ekki síður leikritunum, að Helgi gæðir íslenska tungu
formvitund sem ekki var til fyrir í gegnum þýðingar sínar. Þetta gerir
tungumálinu kleift að fást við skáldskap með margvíslegri hætti, opnar
nýjar leiðir sem áður voru ekki til. Vissulega bætir hann við, eins og for-
verar sínir flestir, íslenskri ljóðstöfun og verður þar til hin klassíska íslenska
mynd. Þó man ég eftir einu dæmi þar sem hann fer dálítið aðra leið og
það er í þýðingunni á Sonnettusveig Gunnars Gunnarssonar þar sem hann
fórnar endaríminu en notar stuðlasetningu í staðinn. „Var talið, að með
þeim hætti yrði farið einna næst því að sýna samfylgd efnis og forms, enda
þótt hvortteggja sé þá raunar aðeins hálfsögð saga,” segir hann sjálfur í
formálsorðum sínum að þeirri fögru bók. Þessi undantekning er noldtuð
merkileg þótt vafalaust sanni hún regluna í þessu tilfelli.
En Helgi hefur ekki aðeins beitt formvitund sinni og þekkingu við þýð-
ingar á bundnu máli heldur hefur hann einnig nýtt sér hvort tveggja við
skýringar á fornum íslenskum kveðskap. Fyrsta verk hans á þessu sviði,
Slettireka, kom út árið 1954 og hið næsta, Maddaman og kýrhausinn, áratug
síðar. Báðar þessar bækur vöktu fremur litla eftirtekt innan akademíunnar
eins og fram hefur komið nýlega og má það teljast merkilegt, ekki síst þar
sem þau setja fram nýjar og frumlegar hugmyndir um skýringar á fornum
íslenskum kveðskap. Annars vegar kann það að stafa af þeim húmor og um
leið afsakandi tón sem Helgi kynnir verkin til sögunnar, en það er þó gam-
alt retorískt bragð sem allir fílólógar eiga að sjá í gegnum, enda beita þeir
því flestir með einhverjum hætti.
Önnur skýring gæti verið að Helgi sé lyfjafræðingur en ekki háskóla-
menntaður í íslenskum fræðum, en það þykir mér einnig sérkennileg skýr-
ing því þótt ég ætli mér ekki þá dul að fella dóm um vísindalegt gildi
þessara verka, þá er ég nægur fílólóg til að sjá að hér er engan veginn verið
að fimbulfamba út í bláinn. Og þó svo væri þyrfti að koma því á fram-
færi, en þessar bækur hafa fengið einhverjar viðtökur þrátt fyrir allt og eru
meira að segja báðar meðal fárra íslenskra fræðirita sem komist hafa í aðra
útgáfu.
Þriðju skýringuna, sem Vésteinn Ólason setti fram í Timariti Máls
og menningar (1-2007), að ura aðferðafræðilegan mun sé að ræða og að sú
aðferð, sem Helgi beitir, sé, tja, gamaldags er danska tökuorðið yfir það,
er einnig dálítið sérkennileg. Helgi kemur í Maddömmunni með tillögur
14
á Tffiay/'iá — Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009