Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 25

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 25
Tignyfir tindum og dauSinn á kránni auðvitað betur en nokkur annar hvað það er fleira en hljóðfallið, hrynj- andin, sem skilur milli feigs og ófeigs í yrkingum. Það er samspil hljóð- fallsins við orðaval, inntak, myndmál og hljóm — samspil sem er músík og þar er, samkvæmt hefð, leikið á þætti eins og rím, ljóðstafi, hljóðlíkingar og önnur hljóðtengsl. Helgi hafði í raun komið með svar íjörutíu árum áður en hann skrifaði Lesbókargreinina, það er að segja þegar hann birti þýðingu sína á ljóði Goethes:1 2 Wandrers Nachtlied (Ein Gleiches) Uber allen Gipfeln Ist Ruh, In allen Wipfeln Spiirest du Kaum einen Hauch; Die Vögelein schweigen im Walde. Warte nur, balde Ruhest du auch. Kvöldljóð vegfaranda Tign er yfir tindum ogró. Angandi vindum yfir skóg andar svo hljótt. Söngfugl í birkinu blundar. Sjá, innan stundar sefur þú rótt. Hér er formi og hrynjandi fylgt nákvæmlega, línu fyrir línu, þótt áherslu- atkvæði falli auðvitað ekki alltaf á sömu staði. Rími er háttað nákvæmlega eins og í frumtexta. En auk þessa, og þrátt fyrir þetta, finnur Helgi eða býr til svigrúm til að slá á ljóðstafi og gerir það á þann skapandi, sveigj- anlega hátt sem einkennir ljóðlist hans svo víða. 7ign og rindar; rtngandi, yfir og ^ndar; ^irkinu og ^lundar; röngfugl, íjá, sefur. Hið mjúka, milda 1-hljóð verður ekki eins gegnumgangandi og hjá Goethe; annarsvegar ó- og hinsvegar nd- og ng-hljóð leika stór hlutverk í íslensku gerðinni, og á milli síðarnefndu hljóðanna er listilega tengt í orðinu „angandi“ sem teng- ist svo jafnframt orðinu „andar“ (og þau tengsl ná svo áfram til „blundar“ og „stundar"). Þessi þýðing er ótrúleg listasmíð, rétt eins og frumtextinn, og mátt- urinn í sumum lykilorðunum hjá Helga ber ekki aðeins vott um nákvæm vinnubrögð heldur einnig sjálfstæði þýðandans, eða „skapandi tryggð“ eins og ég hef kallað það annarsstaðar;’ t.d. orðið „stund“ (er stundin komin?) þar sem Goethe hefur „balde“ og eins orðið „rótt“ sem lokar ljóðinu og 1 Erlend IjóSfrá liSnum tímum, bls. 78. Þýðing Helga á ljóði Goethes hafði áður birst árið 1953 í bókinni Handan um höf. 2 Ástráður Eysteinsson: „Skapandi tryggð. Shakespeare og Hamlet á íslensku, Andvari, 112. árg., 1987, bls. 53-75. Gfi — AF OG FRAj EG KANN EKKI NOKKURT ERLENT TUNGUMAL 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.