Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 25
Tignyfir tindum og dauSinn á kránni
auðvitað betur en nokkur annar hvað það er fleira en hljóðfallið, hrynj-
andin, sem skilur milli feigs og ófeigs í yrkingum. Það er samspil hljóð-
fallsins við orðaval, inntak, myndmál og hljóm — samspil sem er músík og
þar er, samkvæmt hefð, leikið á þætti eins og rím, ljóðstafi, hljóðlíkingar
og önnur hljóðtengsl. Helgi hafði í raun komið með svar íjörutíu árum
áður en hann skrifaði Lesbókargreinina, það er að segja þegar hann birti
þýðingu sína á ljóði Goethes:1 2
Wandrers Nachtlied
(Ein Gleiches)
Uber allen Gipfeln
Ist Ruh,
In allen Wipfeln
Spiirest du
Kaum einen Hauch;
Die Vögelein schweigen im Walde.
Warte nur, balde
Ruhest du auch.
Kvöldljóð vegfaranda
Tign er yfir tindum
ogró.
Angandi vindum
yfir skóg
andar svo hljótt.
Söngfugl í birkinu blundar.
Sjá, innan stundar
sefur þú rótt.
Hér er formi og hrynjandi fylgt nákvæmlega, línu fyrir línu, þótt áherslu-
atkvæði falli auðvitað ekki alltaf á sömu staði. Rími er háttað nákvæmlega
eins og í frumtexta. En auk þessa, og þrátt fyrir þetta, finnur Helgi eða
býr til svigrúm til að slá á ljóðstafi og gerir það á þann skapandi, sveigj-
anlega hátt sem einkennir ljóðlist hans svo víða. 7ign og rindar; rtngandi,
yfir og ^ndar; ^irkinu og ^lundar; röngfugl, íjá, sefur. Hið mjúka, milda
1-hljóð verður ekki eins gegnumgangandi og hjá Goethe; annarsvegar ó-
og hinsvegar nd- og ng-hljóð leika stór hlutverk í íslensku gerðinni, og á
milli síðarnefndu hljóðanna er listilega tengt í orðinu „angandi“ sem teng-
ist svo jafnframt orðinu „andar“ (og þau tengsl ná svo áfram til „blundar“
og „stundar").
Þessi þýðing er ótrúleg listasmíð, rétt eins og frumtextinn, og mátt-
urinn í sumum lykilorðunum hjá Helga ber ekki aðeins vott um nákvæm
vinnubrögð heldur einnig sjálfstæði þýðandans, eða „skapandi tryggð“ eins
og ég hef kallað það annarsstaðar;’ t.d. orðið „stund“ (er stundin komin?)
þar sem Goethe hefur „balde“ og eins orðið „rótt“ sem lokar ljóðinu og
1 Erlend IjóSfrá liSnum tímum, bls. 78. Þýðing Helga á ljóði Goethes hafði áður birst árið
1953 í bókinni Handan um höf.
2 Ástráður Eysteinsson: „Skapandi tryggð. Shakespeare og Hamlet á íslensku, Andvari, 112.
árg., 1987, bls. 53-75.
Gfi — AF OG FRAj EG KANN EKKI NOKKURT ERLENT TUNGUMAL 23