Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 33
Um Helga Hálfdanarson og leikritaþýðingar hans
hef fyrir satt, að það hafi verið Lárus Pálsson sem átti hugmyndina að því
að fá apótekarann á Húsavík til að þýða Semyðurþóknast fyrir leikhúsið, og
síðan gengu bréf milli þjóðleikhússtjóra, Guðlaugs Rósinkranz, og Helga
þar að lútandi. Þá hafði eitthvað af ljóðaþýðingum Helga þegar birst, að
mér skilst, og þótt góðu lofa. Helgi sagði mér, að þeir Lárus, sem munu hafa
kynnst úti í Kaupmannahöfn, hafi gert sér ferð saman til Helsingjaeyrar
til að sjá rómaða breska uppfærslu á Hamlet í Krónborgarkastala, þar sem
John Gielgud fór með hlutverk Danaprinsins. Túlkun þessa breska leikara
var víðfræg, hann var rómantískur og lýriskur Hamlet þar sem fagurfræði-
legir þættir textans voru ekki síður dregnir fram en íhugun hugsuðarins.
Ég spurði Helga hvort hann hefði einnig séð túlkun Laurence Oliviers í
alkunnri kvikmynd. Jú, það gerði hann. Hvor túlkunin hefði verið honum
meira að skapi? O, sagði Helgi, þar var nú ekki vafi í mínum huga. Honum
þótti meira koma til Oliviers. En undirtitill kvikmyndarinnar, sem þótti
býsna nútímaleg tíu árum eftir Krónborgarsýninguna eða 1949, sá undir-
titill fjallar um mann sem ekki gat gert upp hug sinn.
III. Næst nokkur orð um sýningar
Þýðing Helga á Sem yður þóknast, sem sýnd var 1952, þótti afbragð og dró
dilk á eftir sér. Stöðugt var leitað til hans, þegar leikhúsin langaði að glíma
við svaninn frá Avon. Fyrst var það Þjóðleikhúsið sem sýndi Draum á
Jónsmessunótt á jólum 1955, og síðan Jiílíus Sesar 1960. Arið 1964 minntust
bæði Reykjavíkurleikhúsin þess, að 400 ár voru frá fæðingu skáldjöfurs-
ins. Þjóðleikhúsið lék þá Hamlet, reyndar í þýðingu séra Matthíasar, en
Helgi var þá að vísu búinn að ljúka Hamletþýðingu sinni. En Leikfélag
Reykjavíkur frumuppfærði Rómeó og Júlíu í þýðingu Helga. Nú voru þýð-
ingar Helga farnar að birtast í bókum, gjarna svosem eins og þrjú stórvirki í
einu, og var ljóst í hvað stefndi. Leikhúsin höfðu satt að segja ekki undan að
ráðast til atlögu. Þjóðleikhúsið lékþó Þrettándakvöld 1968 og frumuppfærði
Óthello Helga 1972. Síðan hafa komið margar sýningar. Leikfélag Akureyrar
lék bæði Þrettándakvöld og Jónsmessudraum á þessum árum, og öll þrjú
atvinnuleikhúsin hafa nýlega flutt Hamlet í þýðingu Helga. Þjóðleikhúsið
sýndi Lé konung í frægri sýningu 1977 og Leikfélag Reykjavíkur tveimur
áratugum síðar. Þjóðleikhúsið tók Kaupmanninn í Feneyjum til sýningar
um miðjan áttunda áratuginn. Leikfélagið var með skemmtilega sýningu á
Jónsmessudraumi í Iðnó, flutti sömuleiðis skoska leikinn, sem einnig hefur
verið leikinn af litlum sjálfstæðum leikhópi. Og þannig má halda áfram að
telja. Það er ekki ætlunin hér að búa til neinn katalóg yfir þessar sýningar
— reyndar er til einn slíkur um allar Shakespeare-sýningar á Islandi - heldur
á — af og frá, ég kann ekki nokkurt erlent tungumal 31