Jón á Bægisá - 01.10.2009, Síða 34

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Síða 34
Sveinn Einarsson minna á, að sú staðreynd að þessar þýðingar voru til frá hendi Helga ýttu undir að leikritunum voru gerð hér skil. Þannig er hann einnig áhrifavaldur í verkefnavali leikhúsanna. Leikhúsmenn þóttust nefnilega hafa himin höndum tekið þegar þýð- ingarnar fóru að berast frá hendi Helga. Margt bar til þess. Vald hans á bragnum, þar sem saman fer skyn og skýrleiki, næmi fyrir leikrænum blæbrigðum textans, tilfinningunni fyrir því að um er að ræða texta til sviðsflutnings — á skýru og kjarnmiklu nútímamáli, án þess að búa í of hátíðlegan búning, í einu orði sagt vald hans á íslenskri tungu. Leikrits- þýðingar eru oftast að einhverju leyti börn síns tíma og það eru þýðingar Helga vissulega, en ég hygg að sá tími sé ekki sérlega takmarkaður í Helga tilviki. Reyndar hefur yngsta kynslóðin verið að taka nokkur verk, sem Helgi hefur þýtt, til sýninga og fengið aðra til að þýða. Rökin eru þau, að unga fólkið skilji ekki textann eða þyki hann ekki nógu hipp og kúl. Þýðing Hallgríms Helgasonar á Rómeó ogjúlíu fannst mér reyndar svolít- ið skemmtileg, einkum fór hann á kostum þegar þýða skyldi vafasamar kynferðislegar líkingar, sem Helgi var of prúður maður til að velta sér upp úr. En í staðinn kemur reyndar ljóðræn fegurðin í þýðingu Helga á sögu elskendanna í Verónu. Helgi þýddi sem kunnugt er seint á sínum ferli Pétur Gaut, og get ég af eigin raun borið vitni um hvílíkur fengur var að gerð Helga og hvílíkt öryggi sá íslenski búningur veitti leikhópnum. Það er nefnilega ekki alveg útdautt í íslensku leikhúsi að bera traust til texta. í nýjustu uppfærslu á Pétri var farin önnur leið og textinn flattur út svo að stílleysa varð og lýti á sýningu sem annars bjó yfir mörgum ótvíræðum kostum og skemmtilegum leikhúslausnum. En meðferð þess texta leiddi í ljós, að ýmsa leikendur skorti næmleika fyrir texta og jafnvel brag. Texti Einar Benediktssonar hefur reyndar lítið látið á sjá, en á þýðingar séra Matthíasar hefur ekki mikið reynt nema Hamlet. Þjóðskáldið fer á köfl- um á kostum með kjarnyrtu og svipmiklu máli sínu, en í öðrum köflum er orðið talsvert um fyrningar. Ég segi stundum upphátt við sjálfan mig: Skarpt bítur loftið, og er beint úr þýðingu Matthíasar þar sem í Danaveldi er ekki allt með feldi - frægasta prentvilla íslenskra bókmennta, eða hvað? En ef farið er í gegnum Shakespeare-þýðingar Helga sést vel, að honum lærist betur og betur á leiksviðið, ef svo má að orði komast, textinn er líf- rænt leikhúsmál. Þar nýtur hann návígisins við leikhúsið, sem Matthíasi var fyrirmunað. 3^ á .Jftayeiiá — Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.