Jón á Bægisá - 01.10.2009, Qupperneq 35

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Qupperneq 35
Um Helga Hálfdanarson og leikritaþýðingar hans IV. Grikkirnir En nú kemur að nýjum þætti á ferli Helga. Nú langar mig nefnilega að íjalla um Grikkina. Það mun hafa verið 1967 eða ’68 að við hjá Leikfélagi Reykjavíkur snerum okkur til Hannesar skálds Sigfússonar með fyrirspurn um, hvort hann treysti sér til að þýða fyrir okkur grískan harmleik. Hannes hafði þá nokkrum árum áður skilað ágætri þýðingu á Blóðbrullaupi Garcia Lorca. Svör Hannesar voru þau, að til þess treysti hann sér ekki. Þá voru góð ráð dýr og væntanlega ekki nema einn maður á Islandi sem hefði burði til þess arna. Við höfðum kynnst Helga lítillega í sambandi við sýninguna á Rómeó og Júlíu, og satt að segja hefðum við leitað til hans fyrst, ef við hefðum talið nokkra von til þess að hann mundi taka slíkt erindi í mál. Enda, þegar ég hafði stunið upp að okkur langaði til að sýna Antígónu eftir Sófókles, sagði hann af og frá og lét okkur kurteislega finna, hvílíkir afglapar við værum. Sjálfur kynni hann litla latínu og enn minni grísku. Eitthvað hélt ég þó áfram að suða og tala um menningarskyldu. Helgi benti þá á vandaðar þýðingar dr. Jóns Gíslasonar. Ég sagði sem var að okkur þætti sem þær væru á dálítið hátíðlegu máli — og í prósa — en verkið hefði nú einu sinni verið samið á bundnu máli og þannig langaði okkur að flytja það. Grískur harmleikur hefði aldrei verið fluttur á Islandi, og nú væri tími til kominn. Af og frá, sagði Helgi, ég kann ekki nokkurt erlent tungumál. En einhvern veginn atvikaðist það þó svo, að mörgum mánuðum síð- ar hringdi Helgi í mig og sagði eitthvað undarlegt hafa gerst, hann væri með einhverjar þýðingartætlur. Og daginn eftir snaraðist hann til mín í úlpunni sinni, frár á fæti eins og lamb á vori og með skjalatöskuna undir hendinni. Hann skildi eftir frumuppkast að þýðingu á Antígónu. Við sáum strax að hún var hið mesta þing - en það var hængur á. Hún var gerð á blank verse, stakhendu — það bragarform leiksviðsins sem auðvitað er al- gengast og sem, þegar hér var komið sögu, Helgi var orðinn meistari í. Atti ég að stynja því upp, að okkur hefði dreymt um hina upprunalegu grísku bragarhætti? Einhvern veginn tókst mér að stama þessu fram og bjóst við að nú mundi Helga sárna og fyrtast, og búið væri með alla samvinnu. Helgi sagði: Auðvitað ég sé það strax, þetta er tóm vitleysa, fullkomlega gagnslaust og ónothæft; tók aftur þýðinguna og kvaddi kurteislega og þó ekki óvinsamlega. Nú leið og beið. Ekki höfðum við okkur í frammi. Eg man að við áttum eitt samtal eða svo út af öðrum hlutum, og mér fannst eins og Helgi ætlaði ekki að erfa við mig framhleypnina. En svo gerðist undrið - því margt er undrið og mun þó stærst maðurinn sjálfur — eins og segir í Antí- gónu. Helgi birtist og var búinn að þýða verkið upp á nýtt og hafði nýtt sér hina upprunalegu bragarhætti. Það var þó stórum þyngri þraut, því að sú ■ & — AF OG FRA, EG KANN EKKI NOKKUR.T ERLENT TUNGUMAL 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.