Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 46

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 46
Salka Guðmu ndsdóttir áhugi á því hafi vaknað á ný í kjölfar innrása Breta og Bandaríkjamanna í Afganistan og Irak, en sá hernaður var einmitt kveikjan að fyrrnefndri sýningu Nicholas Hytners í National Theatre árið 2003, þar sem konung- urinn var þeldökkur atvinnuhermaður sem vitnar í Guð eftir hentisemi og spilar með fjölmiðla eftir eigin höfði. Hinrik talar um að annað hvort verði afrek hans „fullum stöfum/rómað í vorum annál, eða gröf vor/skal, einsog dumbur Tirki, tungulaus,/og ekkert grafljóð skal þar vaxi skráð“;‘ Tony Blair lýsti því yfir að sagan myndi hreinsa hann.2 3 4 Hliðstæðan hlýtur að hafa verið ómótstæðileg. Mér tókst hins vegar ekki að finna neinar heimildir um íslenska uppfærslu á leikritinu og á prenti er það einungis að finna í þessu eina bindi úr ritsafni þeirra Shakespeares og Helga. Þegar rýnt er í textann og það sem helst einkennir hann, eru nokkr- ir þættir sem standa upp úr; í fyrsta lagi ber mjög á því að skipt sé milli bundins og óbundins máls. Notkun óbundins máls er afar áber- andi í verkinu, líkt og raunar einnig í leikritunum tveimur um Hin- rik fjórða, en þar einskorðast óbundið mál við gamansamari atriði er skarta þeim Falstaff og hans félögum. I þeim verkum ríkir mjög „hrein“ skipting; atriði eru ýmist á bundnu eða óbundnu máli og þessu tvennu ekki blandað saman. I Hinríki fimmta er hins vegar flakkað ört á milli bundins og óbundins máls; í 7. atriði 4. þáttar er til að mynda skipt að minnsta kosti sex sinnum þarna á milli. Þótt hinar kómískari persónur verksins (Hólkur, Maddama Spræk og föruneyti þeirra, Flúvelín) séu gjarnari á að bregða fyrir sig óbundnu máli gera það einnig aðalsmenn og sjálfur konungurinn. Helgi Hálfdanarson kýs að fylgja þessu mynstri Shakespeares afar nákvæmlega; hann þýðir bundið mál með bundnu og óbundið með óbundnu, og færir sig að mínu mati afar fimlega þarna á milli. Eins og hann sjálfur bendir á í formála að Leikritum I er mikill eðlismunur á málunum tveimur og braghefð þeirra, sem gerir það að verkum að örðugt getur verið að meðhöndla þann stíl sem einkennir Shakespeare.1 Hann ræðir „snerpu og viðbragðs-lipurð“'í frummálsins og minnir á að kostir íslenskunnar liggja í öðrum eðlisþáttum en þessum. Einnig má nefna eins atkvæðis orðin sem Shakespeare beitir svo gjarnan fyrir sig; þau stjórna oft hryn textans og hraða. Eins og Jean-Michel Déprats (ritstjóri franskrar heildarútgáfu á verkum skáldsins) bendir á er hið knappa tungutak Shakespeares erfitt viðfangs og eins atkvæðis orðin 1 Shakespeare, Hinrik fimmti, 1.2, 231-234. 2 Mclntyre et al., Blair: „History will be my judge“. Þýðing mín. 3 Helgi Hálfdanarson, „Fáein orð um Shakespeare", 23. 4 Ibid., 23. 44 á .fidayríá - Tímarit um rýðingar nr 13 / 2009
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.