Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 46
Salka Guðmu ndsdóttir
áhugi á því hafi vaknað á ný í kjölfar innrása Breta og Bandaríkjamanna
í Afganistan og Irak, en sá hernaður var einmitt kveikjan að fyrrnefndri
sýningu Nicholas Hytners í National Theatre árið 2003, þar sem konung-
urinn var þeldökkur atvinnuhermaður sem vitnar í Guð eftir hentisemi
og spilar með fjölmiðla eftir eigin höfði. Hinrik talar um að annað hvort
verði afrek hans „fullum stöfum/rómað í vorum annál, eða gröf vor/skal,
einsog dumbur Tirki, tungulaus,/og ekkert grafljóð skal þar vaxi skráð“;‘
Tony Blair lýsti því yfir að sagan myndi hreinsa hann.2 3 4 Hliðstæðan hlýtur
að hafa verið ómótstæðileg. Mér tókst hins vegar ekki að finna neinar
heimildir um íslenska uppfærslu á leikritinu og á prenti er það einungis að
finna í þessu eina bindi úr ritsafni þeirra Shakespeares og Helga.
Þegar rýnt er í textann og það sem helst einkennir hann, eru nokkr-
ir þættir sem standa upp úr; í fyrsta lagi ber mjög á því að skipt sé
milli bundins og óbundins máls. Notkun óbundins máls er afar áber-
andi í verkinu, líkt og raunar einnig í leikritunum tveimur um Hin-
rik fjórða, en þar einskorðast óbundið mál við gamansamari atriði er
skarta þeim Falstaff og hans félögum. I þeim verkum ríkir mjög „hrein“
skipting; atriði eru ýmist á bundnu eða óbundnu máli og þessu tvennu
ekki blandað saman. I Hinríki fimmta er hins vegar flakkað ört á milli
bundins og óbundins máls; í 7. atriði 4. þáttar er til að mynda skipt að
minnsta kosti sex sinnum þarna á milli. Þótt hinar kómískari persónur
verksins (Hólkur, Maddama Spræk og föruneyti þeirra, Flúvelín) séu
gjarnari á að bregða fyrir sig óbundnu máli gera það einnig aðalsmenn
og sjálfur konungurinn. Helgi Hálfdanarson kýs að fylgja þessu mynstri
Shakespeares afar nákvæmlega; hann þýðir bundið mál með bundnu og
óbundið með óbundnu, og færir sig að mínu mati afar fimlega þarna á
milli. Eins og hann sjálfur bendir á í formála að Leikritum I er mikill
eðlismunur á málunum tveimur og braghefð þeirra, sem gerir það að
verkum að örðugt getur verið að meðhöndla þann stíl sem einkennir
Shakespeare.1 Hann ræðir „snerpu og viðbragðs-lipurð“'í frummálsins og
minnir á að kostir íslenskunnar liggja í öðrum eðlisþáttum en þessum.
Einnig má nefna eins atkvæðis orðin sem Shakespeare beitir svo gjarnan
fyrir sig; þau stjórna oft hryn textans og hraða. Eins og Jean-Michel
Déprats (ritstjóri franskrar heildarútgáfu á verkum skáldsins) bendir á er
hið knappa tungutak Shakespeares erfitt viðfangs og eins atkvæðis orðin
1 Shakespeare, Hinrik fimmti, 1.2, 231-234.
2 Mclntyre et al., Blair: „History will be my judge“. Þýðing mín.
3 Helgi Hálfdanarson, „Fáein orð um Shakespeare", 23.
4 Ibid., 23.
44
á .fidayríá - Tímarit um rýðingar nr 13 / 2009