Jón á Bægisá - 01.10.2009, Síða 49

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Síða 49
Nei, ySar náS, ég kann lítií í ensku um ungan sólguð,1 sem hefur sterlcari áhrif. Af samhenginu að dæma er líklegt að hér hafi stuðlun ráðið vali þýðandans; hann hafi viljað nota orð sem byrjaði á bókstafnum s. I heild nær Helgi vel utan um sólarmyndmál frumtextans og hann kemur funanum í verkinu og kringum hinn unga konung vel til skila. Málið vandast hins vegar þegar kemur að frönskunotkun skálds- ins, sem er afar áberandi þáttur í verkinu. Fyrsta skal þar nefna Katrínu Frakkaprinsessu, sem birtist í 4. atriði 3. þáttar og aftur undir lok verksins þegar hún er seld í hendur Hinriki. Hið fyrrnefnda atriði er glettnisleg lítil sena sem gengur út á tungumálakennslu, en hefðarmeyin Alísa kennir Katrínu nokkur orð í ensku að beiðni prinsessunnar. Þarna leikur Shake- speare sér með sígilt stef; útlendinginn sem reynir að læra nýtt mál með tilheyrandi mistökum og skondnum framburði. Raunar minnist Helgi Hálfdanarson á það í athugasemdum sínum við verkið að sumir útgef- endur telji „að Shakespeare hafi ekki samið þetta atriði“,2 3 en ítrekar að þar hafi þeir þó ekkert haldbært fyrir sér. I frumtextanum er atriði þetta allt á frönsku, utan þau orð er Alísa reynir að kenna prinsessunni. Helgi kýs aðra leið, og þrátt fyrir að ómögulegt sé að slá því föstu hver ástæðan er, þá má telja líklegt að þar hafi hann það í huga að ólíklegt sé að margir íslenskir leikhúsgestir skilji reiprennandi frönsku. Astæðan hlýtur í það minnsta að hafa með skilning að gera. Helgi velur að láta atriðið fara fram á þremur málum — íslensku, ensku og frönsku. Katrín tjáir sig á frönsku, en Alísa hins vegar talar íslensku: KATRÍN Alice, tu as éte en Angleterre, et tu bien parles le langage. ALÍSA Nei, Yðar Náð, ég kann lítið í ensku. KATRÍN Je te prie, m'enseignez — il faut que japprenne á parler ... Comment appelez vous la main en Anglais? ALÍSA Höndin? Hún er kölluð hand Svona heldur atriðið áfram og Helgi beitir einnig þeirri aðferð að láta Alísu útskýra (þýða) orð prinsessunnar yfir á íslensku, með endurtekningum og spurningum. Hér er komin upp flókin staða. Ef Katrín talar frönsku og vill læra ensku, hvert er þá hlutverk íslenskunnar? Hvert er grunntungumálið, samskiptamál kvennanna tveggja? Er þjóðerni þeirra ekki hið sama? Þegar þriðja málið bætist við breytist þannig staða upprunalegu málanna tveggja, ensku og frönsku. Franskan kemur víðar við í verkinu, til að mynda í sam- 1 Ibid., 3. forspjall, 6. 2 Helgi Hálfdánarson, „Athugasemdir“, 467. 3 Shakespeare, Hinrikfimmti, III.4,1 -6. á JföœpÁiá — AF OG FRÁ, ÉG KANN EKKI NOKKURT ERLENT TUNGUMÁL 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.