Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 64

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 64
Hlín Agnarsdóttir kylfan á sem sagt að „vofa eins og vígahnöttur yfir hornum koldtálsins“ eins og Helgi þýðir það. Það sem Ford sárnar mest er að Falstaíf skuli kalla hann kokkál, það er verra en að vera uppnefndur eftir djöflinum. Fyrsta setning Fords í kokkálsræðunni er: „What a damned Epic- urean rascal is this!“ (þ.e. FalstafF) sem Helgi þýðir: „Hvaða bölvaður girnda-nagli er þetta?" Girnda-nagli er líklega orð sem Helgi býr til hér yfir Epicurean rascal, sem þýðir eiginlega nautnaseggur. Graðnagli væri kannski meira viðeigandi í dag en girnda-nagli og það tengist líka betur öllu kokkáls- og hornatalinu, en enska orðið „horny“ (graður, lostafullur, kvensamur) er auðvitað dregið af orðinu „horn.“ Ekki að undra að áhorf- endur hafi sprungið úr hlátri í hvert sinn sem þessi orð bar á góma. Það þykir alltaf gott að gera út á líkamlegar kenndir og hvatir. Það fer ekki milli mála að Helgi er afar vandaður þýðandi, jafnvel þeg- ar hann þýðir dónalegt og klámfengið málfar eins og hér er á ferð. Hann notar mikið af gömlum íslenskum orðum og orðasamböndum í þýðingum sínum og að því leyti reynir hann að koma til móts við málfar þess tíma sem leikritið er skrifað á. Þegar frú Pák fær smjaðursfullt ástarbréfið frá Falstaíf í II.i. verður hún yfir sig hneyksluð á manninum og segir: „What a Herod of Jewry is this! O wicked, wicked world! One that is well-nigh worn to pieces with age to show himself a young gallant" sem Helgi þýðir: „Hvílíkur Heródes af Júðalandi! Ó, Vonda, Vonda veröld! Að vera svotil kominn úr reipunum af elli, og viðra sig upp einsog ungur spjátrungur" (undirstr. mín). „Að fara úr reipunum“ er kunnuglegra en „kominn úr reipunum“ en samt sem áður nær þetta ekki nógu vel myndinni sem felst í enskunni að vera „worn to pieces with age“ sem er meira eins og að vera uppurinn af elli, en þetta er gott og gilt mál hjá Helga. Ég leyfi mér að fullyrða að þýðingar Helga Hálfdanarsonar á Shake- speare hafa á vissan hátt verið ósnertanlegar og heilagar. Það hefur ekki þótt viðeigandi að gera athugasemdir við þær. Þar hafa bókmenntamenn- irnir ráðið för. I bókinni Stages of Translation talar Laurence Boswell1 um ákveðna gjá sem hann finnur fyrir milli bókmenntamanna og leikhús- manna þegar kemur að þýðingum sígildra leikverka. Sú gjá er einnig til staðar hér á landi, jafnvel þótt til sé fólk í báðum hópum fólk, sem hefur einlægan áhuga og skilning á sérsviði hvers annars. i Sjá Laurence Boswell: „The Director as Translator. In conversation with David Johnston" í Stages ofTranslation. Ritstj. David Johnston. Bath: Absolute Classics-Absolute Press. 1996. S. 145-151- 62 á jSaytíd — Tímarit um rýðingar nr. 13 / 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.