Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 68
Ásdís Sigmundsdóttir
stefnu og kennsluaðferðum húmanismans var imitatio grundvallarhugtak
og fólust að miklu leyti í því að endurskrifa verk annarra. Nemendur voru
hvattir til að safna að sér sniðugum myndutn, líkingum og frösum og nota
í sín eigin ritverk.1 Það var talið merki um þekkingu og siðfágun að geta
vísað, beint og óbeint, í verk annarra og látið það falla að eigin texta.2 3
Frumleikinn fólst í því hversu skapandi menn voru annars vegar í því að
nýta sér hefðbundin form með nýju innihaldi og hins vegar að endurskrifa
eða endurvinna hefðbundið efni á frumlegan hátt. Þannig var talið jákvætt
að lesendur eða áhorfendur þekktu fyrirfram þær sögur sem höfundar not-
uðu og menn dáðust frekar að útfærslum en ‘frumleika’.
Shakespeare, líkt og önnur leikskáld endurreisnarinnar stundaði end-
urvinnslu. Að öllum verkum hans, nema einu, Astarglettum, hafa fundist
fyrirmyndir.1 Það er hins vegar mjög mismunandi hvernig og hversu mikið
verk hans eru tengd fyrirmyndunum. I sumum tilfellum eru tengslin mjög
skýr og er þá meginþráðurinn tekinn lítið breyttur frá fyrirmyndinni, í öðr-
um eru það einstök atriði eða hliðarsögur sem fengnar eru úr öðrum verk-
um.4 Leikrit Shakespeares eru samt ekki einhvers konar leikgerðir annarra
frásagna. Hann breytir og bætir við og er tilgangur breytinganna mismun-
andi bæði eftir því hver fyrirmyndin er og hvaða þætti í henni Shakespeare
leggur áherslu á í sínu verki.
I Vetrarœvintýri breytir hann t.d. forsendum atburðarásarinnar með
því að gefa Leontes enga ástæðu til afbrýðisemi á meðan Pandosto, í sam-
nefndri sögu Roberts Greens sem leikritið byggir á, hefur töluverða ástæðu
til að trúa því versta upp á konu sína. Þannig verður persóna Leontes
óræðari en persóna Pandostos; tilfinningasveiflur Leontes og ofsi og órök-
rétt hegðun hans leggja áherslu á þematíska stúdíu Shakespeares á áhrif-
um tilfinninga.5
1 Sjá m.a. Neil Rhodes, The Power of Eloquence and English Renaissance Literature (NY,
London, Toronto, Sydney, Tokyo and Singapore: Harvester Wlieatsheaf, 1992). Rebecca
Bushnell, A Culture ofTeaching. Early Modern Humanism in Theory and Practice (Ithaca and
London: Cornell University Press, 1996).
2 Mikið var líka gefið út af handhægum söfnum þar sem tilvitnanir og ýmsar upplýsingar
voru teknar saman á einum stað sbr. Copia Erasmusar.
3 OJviSrið er einnig oft ekki talið eiga sér fyrirmynd þar sem ekki hefur ftmdist fyrirmynd
að söguþræðinum en hins vegar hefur verið sýnt fram á hvemig lilutar þess byggja á m.a.
Esseyjum Montaignes og ferðalýsingum Stracheys og Hakluyts.
4 Yfirlit yfir flest það efni sem talið er að Shakespeare liafi nýtt sér má finna í: Geoffrey
Bullough og William Shakespeare, Narrative and Dramatic Sources ofShakespeare, 8. bindi
(Routledge & Kegan Paul: London; Columbia University Press: New York, 1957).
5 Green heftir hins vegar fyrst og fremst áliuga á samfélagslegum spurningum um
valdajafnvægi og hvort vegi þyngra eðli eða uppeldi.
66
á . ffr/ydjd — Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009