Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 79
Shakespeare og þýðingar
orðaleikjum og húmor eins og áður er nefnt og er fóstran í Rómeó ogjúlíu
dæmi um það. Onnur fyndin aukapersóna er Merkútsíó sem kemur fyr-
ir í örlitlu hlutverki hjá bæði Painter og Brooke en skiptir miklu máli
í persónusköpun Rómeós og byggingu og skemmtanagildi verks Shake-
speares.1 Merkútsíó Shakespeares er andstæða Rómeós sem gerir grín að
öllu og öllum; hann dregur fram kynferðislega hlið hinnar upphöfnu ástar
sem Rómeó og Júlía Shakespeares standa fyrir. Sú ást er ólík þeirri ást
sem er á milli þeirra hjá Painter og Brooke þar sem vísanir í kynlíf þeirra
er mun opinskárri sbr. orð fóstrunnar sem vitnað var til hér að ofan. Þau
eiga t.a.m. nokkurra mánaða samlíf á hverri nóttu að baki þegar ógæfan
dynur yfir.
Hlutverk Merkútsíós í framvindu leikrits Shakespeares er samt ekki
aðeins að vera spaugari heldur eru örlög hans samofin því hvaðan hug-
myndin að honum er sprottin. Hjá Painter og Brooke er hann vonbiðill
Júlíu á ballinu þar sem Rómeó og Júlía hittast (en París kemur ekki við
sögu fyrr en eftir að Rómeó er farinn í útlegð). Þannig er honum lýst:
And on the other side there sat one called Mercutio.
A courtier that eache where was highly had in pryce:
For he was courteous of his speeche, and pleasant of device.
Even as a Lyon would emong the lambs be bolde:
Such was emong the bashfull maydes, Mercutio to beholde
With frendly gripe he ceesd fayre Iuliets snowish hand:
A gyft he had that Nature gave him in his swathing band.
That frosen mountayne yce was never halfe so cold
As were his handes, though nere so neer the fire he dyd them holde.2
Þessar köldu hendur Merkútsíó verða svo til þess að gefa Júlíu tækifæri
til að hefja samræður við Rómeó sem tekur í hina höndina. Hún þakkar
honum fyrir að koma vegna þess að hlýjar hendur hans hafi þítt það sem
kaldar hendur Merkútsíós hafi fryst. Andstæðurnar sem skapast á milli
kaldra handa kvennaljómans Merkútsíó og hlýrra handa Rómeós gera það
að verkum að hin nýkviknaða ást er strax sýnd sem heitari og staðfastari en
venjulegt daður á milli karla og kvenna og mikilvægi þess atriðis má sann-
reyna á því að það kemur fyrir í öllum útgáfum sögunnar frá og með Luigi
de Porto. En Shakespeare sleppir þessu atriði. Það má sjá leifar þess í því
1 Mikill hluti áhorfenda á 16. öld virðist hafa kunnað að meta blöndu af húmor
og tragík sem klassískt menntaðir fagurkerar, bæði á þeim tíma og seinna,
gagnrýndu.
2 Brooke, Romeus and Iuliet. Línur 254-62.
fZ — AF OG FRA, EG KANN EKKI NOKKURT ERLENT TUNGUMAL ']’]