Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 92

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 92
Ólafur Bjarni Halldórsson Almennt verður vart annað sagt en að þessi þýðing sé skáldlega og vel hönnuð. Þýðandi notar ljóðstafi (stuðla) til að gera textann ljóðrænni. Þess vegna notar hann t.d. sögnina að drekkja í fyrstu línu í stað t.d. sökkva sem væri bókstaflegri þýðing. Af sömu ástæðu notar hann sögnina að farga í annari línu. Þýðandi bætir bláum stjörnuhimni inn í lýsinguna og fer ekki illa á því. Þeirri rómantísku mynd sem dregin er upp af samspili him- ins og brúðkaupsnætur er skilað vel í þýðingu. Síðar í íyrsta þætti segir frá ráðagerð Lísanders og Hermíu um flótta undan hörðum feðralögum Aþenu, sem veittu föður hennar vald til að meina þeim að giftast. Lýsandar leggur á ráðin: There gentle Hermia, may I marry thee; And to that place the sharp Athenian law Cannot pursue us. If thou lovest me then, Steal forth thy father's house to-morrow night; And in the wood, a league without the town, þar get ég lcvænzt þér, hjartans Hermía, og harðneskjan í lögum Aþeninga nær ekki þangað; ef þú elskar mig, þá farðu hljótt að heiman annað kvöld rakleitt inn í skóginn röst frá vorri borg Hér tekst þýðanda vel að fylgja merkingu frumtexta og hrynjandi þar sem hann fylgir að mestu atkvæðafjölda lína frumtextans. I þriðju línu hefði að skaðlausu mátt nota sögnina að lœðast í boðhætti (Leðstu) í stað að fara (farðu) þar sem hún er nær merkingu frumtextans. Orðið röster skemmtileg þýðing á orðinu league sem er gott dæmi um áhrifajafngildi, en jafn fráleitt dæmi um formlegt jafngildi. Röst er 12 km en league er þrjár enskar mílur eða 4,8 km. Fyrr í textanum er talað um að flóttaleiðin sé „seven leagues from Athens", sem er 33,6 km en í þýðingunni „sjö rastir utan Aþenu" er vegalengdin 84 km! Þýðandinn hefur því viljað koma elskendunum í töluvert meiri fjarlægð frá ógnandi feðraveldinu en Shakespeare! Þegar Lísander hefur þannig lagt upp áætlun hvar þau eigi að mætast í skóginum, þá svarar Hermía: My good Lysander! I swear to thee by Cupid 's strongest bow, By his best arrow with the golden head, By the simplicity of Venus' doves By that which knitteth souls and prospers loves, And by that fire which burn'd the Carthage queen Ó, bezti Lísander! Það sver ég þér við Amors bjarta boga, við örvar hans með odd úr rauðagulli, Venusar dyggu dúfur, allt sem laðar draumlynda sál, og vekur ástir glaðar, þann eld, sem drottning Karþagóar kenndi Hér kemur goðafræði Rómverja við sögu og tenging hennar við ástina. Á íslandi er Cupid jafn lítt þekktur eins og Amor er Bretum, þó í báðum tilfellum sé um að ræða ástarguð Rómverja. Þó koma fyrir í ensku orðin „amourous“>ásthneigður, „amour“>ástarsamband og „amorpatriae" (úr 90 á fSayröá - Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.