Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 97
Draumur á Jónsmessunótt
Shakespeare rómversku goðafræðina, nú gyðjuna Díönu sem var veiði- og
tunglgyðja, en einnig sérlegur verndari og hjálparhella kvenna. Nú ,.leið-
réttir“ þýðandinn frumtextann með því að setja inn gyðjuna Artemisi sem
gegndi sama hlutverki meðal Grikkja og að auki gefúr hún ljóðinu kraft
með stuðluninni. Hann fléttar síðan Cupid (Amor, Eros) inn í þýðinguna
með ástarblóminu. Það getur því vart talist neitt ofmat að þetta sé snilldar-
vel gerð þýðing. Engu er ofaukið, orðin fá og hnitmiðuð, stuðlum og rími
fylgt út í æsar og merkingunni komið fyllilega til skila.
Nidurstöður um leikritið
Vart getur neinn komist að annari niðurstöðu við lestur eða áhorf á leikritið
Draumur á Jónsmessunótt en að það sé fjörlegt og skemmtilegt, enda hefur
það verið vinsælt um aldir. Það sem hrífur mest í verkinu er fjölbreytnin
og hvernig hlutverk þessara þriggja ólíku hópa eru vel fléttuð saman, þ.e.
aðalsfólks, handverksmanna og álfa. Trúin á álfa hefur verið nokkuð sterk
á þessum tíma og hefur lifað um aldir. Leikurinn sýnir vel hvernig þeir
refsa og verðlauna mennina án þess að gera vart við sig. Gamanið og grín-
ið í verkinu sprettur hins vegar af því að álfar eru ekki óskeikulir fremur
en menn, og mistök Bokka álfs og hrekkir koma ringulreiðinni af stað.
Handverksmennirnir birtast í senn sem einfeldningar og einnig sem oflát-
ungar og valda því ekki því verki sem þeir takast á hendur, sem var þó
ætlað að auka hróður þeirra meðal aðalsfólksins. Ef til vill er Shakespeare
líka að nota handverksmennina til að sýna fram á það vandamál leikhúss
þess tíma, að það skorti sárlega þjálfað fólk. Með aðalsfólkinu er dregið
fram með skýrum hætti að auður og völd leysa ekki öll mannleg vandamál.
Astin veitir ekki rými fyrir kalda rökhyggju. Væntanlega var það feðraveldi,
sem Shakespeare dregur upp í mynd af í Aþenu, að talsverðu leyti við lýði
í Bretlandi hans tíma. Leikritið er því beitt gagnrýni á hjónabönd með
valdboði. Flestir kjósa að leikrit, eins og lífíð sjálft, endi vel að lokum og
þessum þrám fullnægir Shakespeare með því að enda verkið á nótum ham-
ingjunnar.
Niðurstöður um þýðingar
Þegar þessir tveir textar eru lesnir, frumtexti Shakespeares og þýðing Helga
Hálfdanar-sonar, getur vart farið framhjá neinum hvað það er, sem helst
einkennir tök þýðandans á þessu magnaða leikriti. Hann leggur mesta
áherslu á að því formi, sem segja má að sé umgjörð verksins, verði ekki
ÚJr — AF OG FRAj EG KANN EKKI NOKKURT ERLENT TUNGUMAL 95