Jón á Bægisá - 01.10.2009, Qupperneq 106
Gauti Kristmannsson
Yfir flugu hrafnar Óðins
íslandsljóðin eftir Manfred Peter Hein
Þýska skáldið og þýðandinn Manfred Peter Hein er vísast kunnari í Finnlandi,
þar sem hann er búsettur, en hér á landi, en hann hefur þó komið hingað þrisvar
og hafa þessar heimsóknir skilið eftir áþreifánleg merki í kveðskap hans. Ljóð
hans hafa þó verið þýdd og birst bæði í Lesbók Morgunblaðsins og Jóni d Bægisá,
einnig kom út fyrir skömmu ljóðabók hans Milli vetrar og vetrar hjá Stofhun
Vigdísar Finnbogadóttur á fjórum tungumálum, þýsku, ensku, dönsku og ís-
lensku.1 Hein fæddist árið 1931 í Austur-Prússlandi og bjó þar til stríðsloka er
hann flýði vestur á táningsárum og hefur hann lýst lífinu á þessum tíma í bók
sinni Fluchtfáhrte sem kom út árið 1999.2
Astæða þess að Hein er kunnari í Finnlandi liggur þó vafalaust einnig í
þeirri staðreynd að hann er einhver helsti ljóðaþýðandi finnskrar ljóðlistar fyrr
og nú og hefur hann bæði sinnt eldri og nýrri kveðskap. Hefur hann t.d. þýtt
skáld eins og Paavo Haaviko og Arto Melleri á þýsku og nýlega kom út yf-
irgripsmikið verk þýðinga á þjóðlegum kveðskap Finna.3 Einnig hefur hann
m.a. ritstýrt miklu ljóðasafhi um framúrstefnuljóðlist Austur-Evrópu frá 1910—
1930, Auf der Karte Europas ein Fleck, sem kom út hjá Ammann forlaginu
1 Milli vetrar og vetrar / Between Winter and winter / Mellem vinter og vinter. Þýð. Gauti
Kristmannsson, Henning Vangsgaard og Tom Cheesman. Reykjavík: Stofnun Vigdísar
Finnbogadóttur / Háskólaútgáfan, 2006.
2 Sjá nánar í grein minni ,,„...á ferð með tíu fingrum". Ljóð um horfinn heim“ í Heimur
IjóSsins, ritstj. Ástráður Eysteinsson, Dagný Kristjánsdóttir, Sveinn Yngvi Egilsson. Reykjavík:
Háskólaútgáfan, 2005, s. 106-116. Sjá einnig grein í Lesbók Morgunblaðsins, „Flóttaför til
framtíðar“, 21.7.2001.
3 Weithin wie das Wolkenufer - Kuin on pitkat pilven rannat. Finnische Gedichte aus zwei
Jahrbunderten - Suomalaisia runoja kahdelta vuosisadalta, finnisch-deutsch. Göttingen:
Wallstein Verlag, 2004.
104
á fi&ayáiá - Ti'marit um þýðingar nr. 13 / 2009