Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 110

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 110
Gauti Kristmannsson — Manfred Peter Hein Sjötta og síðasta ljóðið sendi skáldið mér fyrir skömmu og er það óbirt enn og birtist því fyrst í Jóni á Bœgisá eins og gerst hefiir reyndar áður, en ljóðið ,Aufruf aus dem Prado“ birtist t.d. í þremur þýðingum á íslensku ásamt frumtexta í Jóni á Bœgisá (7/2003) áður en það kom út í bókinni AuJriJ?des Lichts. Skáldið er enn að vinna úr goðsögnum Eddu og einnig „Völuspá". Það er kannski ekki að furða að Ragnarök eru skammt undan við lok þess. Það er einnig nokkuð sérstakt að þýskt skáld skuli yfirleitt hætta sér inn á það jarðsprengjusvæði sem fólgið er í „germanskri“ arfleifð íslenskra fornbókmennta, en þau hafa flest hver forðast hana eins og heitann eldinn eftir misnotkun nasista á henni á sínum tíma. Hein hefur þó áreiðanlega gert upp við þá hugmyndafræði, bæði persónulega og almennt í ljóðum sínum og prósa. Hann getur því vel tekist á við þessa arfleifð og er kannski að einhverju leyti frumherji á því sviði, eins og þegar hann var meðal fyrstu rithöfunda að rita um flóttaraunir þýskra borgara úr austurhluta Þýska- lands í kringum lok seinni heimsstyrjaldar. Bók hans Fluchtfáhrte kom út árið 1999 og það var reyndar ekki fyrr en með bók Nóbelsskáldsins Gúnters Grass Im Krebsgang (2002) að umræðan um þetta mál losnaði endanlega við bannhelgi sína í Þýskalandi. Mér var nokkur vandi á höndum við þýðingu ljóðsins þótt í sjálfu sér sé það auðskildara en mörg ljóða Heins. Það er ort undir eftirlætisbragar- háttum skáldsins, hækum og tönkum, sem kalla á tiltekinn atkvæðaíjölda í línu. Það eru hins vegar einstök orð og fjölmerking þeirra sem eru snúin. Titillinn virðist einfaldur, en leynir á sér. „Weltesche“ er samsett orð úr „Welt“ og „Esche“, þ.e. heimur og askur. Fyrra orðið hefur sterka hefði í þýskri menningu allt frá því að samsetningar eins og „Weltliteratur" og „Weltbúrger“ urðu til og eigum við íslendingar samsvarandi orð í heims- bókmenntir og heimsborgari. En „Weltesche“ er nýyrði og notað án greinis í titlinum og væri einfaldast þýða það „Heimsaskur“, en eins og lesendur sjá strax er hægt lesa það óskemmtilega vitlaust, örlítil stafavíxl og eitt t þyrfti til. Það er í sjálfu sér engin ástæða til hlaupa frá orðinu og reyndar væri hægt að bæta við ákveðnum greini til að útiloka allan mislestur. Mér fannst þó að fremur væri við hæfi að nýta sér það orðalag íslenskt sem finna má í Eddu þegar talað er um ask Yggdrasils og ákvað því að nota „Askur heimsins“ þótt það sé ekkert nýyrði; textatengslin verða vissulega ljósari, en vonandi ekki þannig að trufli. Þau eiga ekki að vera neinum dulin. I ljóðinu eru nokkur orð sem glíma þarf sérstaklega við, bæði vegna þess hvernig skáldið þvingar tungumálið í orðaröð og þess að merking ein- stakra orða getur verið nokkuð óljós. Dæmi um þetta eru niederbrechender, Tönen, Fluchtlinien og Atem. Eg fór þá leið að þýða fyrsta orðið með lýs- ingarorðinu „niðurbrotnandi" þótt sú orðmynd sé vafalaust afar sjaldgæf og finnist t.d. ekki í ritmálssafni Árnastofnunar á Netinu. En ég valdi 108 á — Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.