Saga - 2012, Qupperneq 5
FOR MÁLI R ITST JÓRA
Orðasambandið „fjölbreytt að vanda“ á jafnan vel við efnisyfirlit Sögu, meira
að segja efni fyrstu árganga tímaritsins — sem í tilefni 110 ára afmælis
Sögufélags eru nú aðgengilegir á vefslóðinni tímarit.is. Á slóðinni má finna
alla eldri árganga Sögu, til ársins 2006, og auk þess árganga af tímaritinu Ný
saga sem félagið gaf út á árunum 1987–2001. Þar má þó fljótlega sjá að fjöl-
breytnin hefur aukist verulega í tímans rás, og í þessu hefti birtist hún í allri
sinni dýrð: Atli Seelow segir okkur frá stórhýsi Guðjóns Samúelssonar á
horni Pósthússtrætis og Austurstrætis, Ólafur Rastrick spjallar við sagn -
fræð ingana David Cannadine og Lindu Colley, og ber þar ýmislegt á góma:
breska heimsveldið, þjóðernisvitund, sögukennslu, ævisögur og sögu stjórn-
skipunar svo eitthvað sé nefnt. Auður Styrkársdóttir segir okkur því næst
stórfróðlega sögu af alþjóðlegu samstarfi íslenskrar kvennabaráttu frá lok-
um 19. aldar fram að upphafi þeirrar tuttugustu. Már Jónsson hefur farið
yfir ógrynni af dánarbússkjölum varðveittum á Þjóðskjalasafni, og í grein
sinni rekur hann tilurð þessara heimilda, veltir fyrir sér notkunarmöguleik-
um þeirra og greinir frá innihaldi: flónelspilsi, koparmillum, þráðardúks -
svuntu, smásokkum, leistaræflum, sápumolum, Passíusálmum, dallræfli og
þess háttar. Brynja Björnsdóttir fer með lesendur aftur til miðalda í grein
sem fjallar um útburð barna og túlkanir fræðimanna á fornum lagaákvæð um
þar um. Og frá íslenskum miðöldum er haldið beinustu leið inn í banka á
21. öld, í hugleiðingum Helga Skúla Kjartanssonar um sagnfræði, en þær
eru sprottnar af grein Björns Jóns Bragasonar um sölu Bún aðar bankans árið
2002, sem birtist í síðasta hefti Sögu. Þaðan liggur leiðin til ársins 1944 með
Svani Kristjánssyni, sem skrifar um kröfuna um þjóðaratkvæði um Kefla -
víkursamninginn árið 1946, og þar næst austur á bóginn til Íraks með
Magnúsi Þorkeli Bernharðssyni, sem útskýrir fyrir lesendum tímaritsins
hvernig atburðir í sögu landsins áttu þátt í að móta viðbrögð og afstöðu
Íraka til innrásar Bandaríkjamanna í landið 2003. Páll Björnsson og Ólöf
Garðarsdóttir andmæla því næst Nútímans konum, doktorsritgerð Erlu
Huldu Halldórsdóttur, Viðar Pálsson fjallar um fjórar nýjar bækur á sviði
miðaldasögu og ellefu höfundar fjalla um nýleg verk á sviði sagnfræði og
skyldra fræðigreina.
Margbreytileiki efnisyfirlitsins helgast að nokkru leyti af því að Saga er
ekki tímarit á sérsviði innan sagnfræði, nema ef vera skyldi sögu Íslands að
hluta til. Engu að síður má segja að fjölbreytileikinn lýsi fræðigreininni í
hnotskurn og sé eiginlega staðfesting þess að sagnfræði hefur í raun engan
þekkingarlegan kjarna líkt og flestar aðrar fræðigreinar. Sú staðreynd hefur
löngum verið vandi sagnfræðinnar sem kennslugreinar á háskólastigi, þar
sem ítrekað hefur verið reynt, með misjöfnum árangri, að búa til slíkan
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 5