Saga - 2012, Page 7
skipti og samvinna á sviði sagnfræði og annarra fræðigreina er auðvitað
mikilvægur hluti þekk ingar sköpunar. Þó má færa rök fyrir því að slík efnis -
leg stýring stríði að einhverju leyti gegn eðli sagnfræði sem fræðigreinar;
hún fæst ekki við að leysa raunverulegan vanda og er aðeins í fáum tilfellum
fær um að svara stórum og almennum spurningum um þróun samfélaga.
Þekking á sögunni er bundin því sem varðveist hefur, og heimildirnar eru
fyrst og fremst sá veruleiki sem sagnfræðingar glíma við en sjaldnar sá
heimur sem þær kunna að vera örlítill hluti af. Auk þess er rétt að hafa þess-
ar aðstæður samvinnu- og styrkjasamfélagsins í huga og spyrja sig hverjir
taka ákvarð anir um hvað er rannsakað og á hvaða forsendum, því þarna er
án efa að finna í það minnsta einhverjar skýringar á þeim álitaefnum sem
íslenskir sagnfræðingar hafa tekist á um innbyrðis, einkum varðandi sögu-
kennslu, tengsl nemenda við viðfangsefni sögu og þátt kvenna í kennslu-
bókum. Efnið sem þar birtist endurspeglar að miklu leyti áherslur í sagn -
fræðirannsóknum al mennt, og þótt fjölbreytileikinn og nýjar hugmyndir í
þeim rannsóknum á síðustu árum hafi fyrir nokkru skilað sér inn í kennslu-
bækur eru megináherslurnar engu að síður í fjötrum fyrirfram skilgreindra
verkefna á vegum styrktarsjóða og evrópskra rannsóknaráætlana þar sem
sjónum er gjarnan beint að sögu byggðri á hugmyndinni um einhverja
gjaldgenga heild og óhjákvæmilega með stórsögulegum áherslum, svo sem
á læsi, lýð ræði, þéttbýlismyndun, kvenréttindi, kristni, atvinnuþróun o.s.frv.
Hvers kyns stefnu mörkun á sviði sagn fræði rannsókna getur því unnið gegn
frumleika og nýsköpun, ekki bara með því að beina fjármagni í ákveðin
rannsóknarverkefni heldur líka með því að binda úthlutun styrkja úr
almennum sjóðum því skilyrði að styrkþegi sé órjúfanlegur hluti af stærri
heild þangað sem hann sæki innblástur. Að gera með öðrum orðum ráð
fyrir því að hann sjálfur geti ekki átt fyrsta orðið. Það er ekki gott, því sögu-
legar heimildir kunna nefnilega að búa yfir svörum við spurningum sem
engin rannsóknar grúppa, hvorki íslensk né útlensk, hefur látið sér detta í
hug að varpa fram.
Sigrún Pálsdóttir
formáli ritstjóra 7
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 7