Saga - 2012, Page 9
atli magnús seelow
Verslunarhús Nathan & Olsen við
Austurstræti. Hornsteinn Guðjóns
Samúelssonar að nýjum
miðbæ Reykjavíkur
Austurstræti 16 (byggt 1916–1917) var fyrsta stórhýsið sem reis í
miðbæ Reykjavíkur eftir brunann mikla 1915, teiknað af Guðjóni
Samúelssyni fyrir verslunarfyrirtækið Nathan & Olsen; húsið varð
því helsta viðmiðunin við frekari enduruppbyggingu nærliggjandi
byggðar. Þar með var hornsteinn lagður að framtíð hins nýja mið -
bæjar Reykjavíkur, bæði að því er varðar borgarskipulag og bygg-
ingarstíl: Í fyrsta lagi er húsið til vitnis um nýja gerð verslunarhúss,
en í öðru lagi sýnir það í hnotskurn þau margvíslegu áhrif sem
mótuðu fyrstu verk Guðjóns Samúelssonar.
Guðjón Samúelsson — brautryðjandi
íslenskrar þjóðernisrómantíkur í byggingarlist
Guðjón Samúelsson (1887–1950) var annar háskólamenntaði arki-
tektinn á Íslandi, á eftir Rögnvaldi Ólafssyni (1874–1917). Báðir
lærðu þeir í Kaupmannahöfn. Rögnvaldur nam við tækniskóla (Det
Tekniske Selskabs Skole), en Guðjón hóf hins vegar nám sitt 1909
við byggingarlistardeild Konunglegu listaakademíunnar.1
Þar lauk hann grunnnámi, bæði í byggingartækni og listum, og
hóf síðan þriggja bekkja, m.ö.o. þriggja ára, framhaldsnám í hönn-
Saga L:1 (2012), bls. 9–21.
FORS ÍÐUMYNDIN
1 Alexander Jóhannesson, „Guðjón Samúelsson húsameistari“, Óðinn, 20. árg.,
7.–12. tbl., júlí–des. 1924, bls. 49; sbr. Jónas Jónsson [frá Hriflu] og Benedikt
Gröndal, Íslenzk bygging. Brautryðjandastarf Guðjóns Samúelssonar ([Akureyri]:
Norðri 1957), bls. 11–12.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 9