Saga - 2012, Síða 18
arkitekt Norðurlanda.24 Það hefur því verið nærtækt að taka sér
byggingarlist af hans tagi til fyrirmyndar og aðlaga hana hérlend-
um aðstæðum til þess að gefa íslenskum sjálfstæðissinnum sína
eigin byggingarlist — ólíka þeirri sem tengdist dönskum yfirráðum.
Til að mynda má ráða það þegar af uppdrætti Guðjóns að listasafni
Einars Jónssonar (1915–1916)25 og af skissum hans frá sama tíma, að
Guðjón líkir í sínum listasafnsuppdrætti í mörgum greinum eftir
samkeppnistillögu Saarinens að listasafninu í Helsinki (1908).26
Á alveg sambærilegan hátt hefur Guðjón í verslunarhúsi Nathan
& Olsen mjög tekið mið af frægri skrifstofubyggingu Pohjola-trygg-
ingafélagsins í Helsinki (1899–1901) eftir Herman Gesellius (1874–
1916), Armas Lindgren (1874–1929) og Eliel Saarinen, sem og af afar
áþekkum höfuðstöðvum símafélagsins í Helsinki (1904–1905) eftir
Lars Sonck (1870–1956).27 Margt er nánast eins, allt frá formgerð
(týpólógíu) bygginganna, deildskiptingu úthliðanna og dramatískri
útfærslu húshornsins til einstakra stefja eins og turnsins með
klukku laga hvolfþaki og inndreginna hornsúlnaganga.
Í einstökum atriðum hefur Guðjóni þó ekki tekist að hrista af sér
áhrif sinna dönsku kennara. Þar sem formtjáning Pohjola-bygging-
arinnar er innblásin af hinum þjóðlega ljóðabálki Kalevala og gervi -
miðaldalegt skreytið á byggingu Soncks er sótt til hinnar nýju tækni
talsímans,28 þá heldur Guðjón sig við hefðbundna formtjáningu læri-
atli magnús seelow18
24 Anda finnskrar þjóðernishreyfingar þóttust menn sérstaklega greina í sam-
keppnistillögu Saarinens að þinghúsinu í Helsinki (1908); sjá Thomas Wester -
bom, Folkets suveränitet förstenad. Lantdagens hus som politiskt problem i Finland
före självständigheten år 1917, med särskild fokusering på perioden 1906–1912.
Doktorsritgerð frá háskólanum í Helsinki 2004, einkum bls. 87–166.
25 Einar Erlendsson breytti í mörgum atriðum út af uppdrætti Guðjóns við bygg-
ingu safnsins.
26 Þetta má sýna fram á með samanburði á annars vegar listasafnsuppdrætti
Guðjóns, eldri drögum hans að uppdrættinum sem og skissum hans, og hins
vegar ýmsum útgáfum á verkum Saarinens, einkum þeim sem birtust í þýska
tímaritinu Moderne Bauformen.
27 Sjá Ritva Wäre, „From Historicist Architecture to Early Modernism“, Finland.
20th-Century Architecture 7. Ritstj. Marja-Riitta Norri, Elina Standertskjöld og
Wil fried Wang (München, London og New York: Prestel 2000), bls. 30–32, svo
og byggingaskrá, sama rit, bls. 153; sbr. Malcolm Quantrill, Finnish Architec ture
and the Modernist Tradition (London: Taylor & Francis 1995), bls. 3–16.
28 Sjá Sixten Ringbom, Stone, Style and Truth. The Vogue for Natural Stone in Nordic
Architecture 1880–1910. Ritstj. Lars Petterson, (Helsinki: Finska Fornminnes -
föresninges 1987), bls. 169–181.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 18