Saga - 2012, Side 20
þess eins og frekast var kostur. Að sama skapi hýsti það um áratu-
gaskeið starfsemi sem verður að teljast mikilsverð í bæjarlífinu.33
Á neðstu hæð var frá 1918 til 1924 afgreiðslusalur Landsbanka
Íslands meðan unnið var að endurbyggingu og stækkun Lands -
bankahússins í Austurstræti 11 eftir eldsvoðann 1915, en Guðjón
Samúelsson sá sömuleiðis um þá endurgerð.34 Árin 1924–1929 var
veitingastaðurinn Rosenbergkjallarinn til húsa á neðstu hæðinni.
Síðan eignaðist lyfsalinn Þorsteinn Scheving Thorsteinsson (1890–
1971) bygginguna og opnaði þar Reykjavíkurapótek 1930. Hefur
húsið síðan verið kennt við apótekið, sem starfaði þar til ársins 1999.
Fyrir apótekið hannaði Sigurður Guðmundsson arkitekt (1885–1958)
innréttingar í klassískum stíl, sem áttu vart sinn líka að glæsileik á
þeim tíma, og sáu Jens Eyjólfsson, Þorsteinn Sigurðsson húsgagna -
smiður og Ásmundur Sveinsson myndhöggvari (1893–1982) um
smíðina.35 Inn í innréttingarnar voru felldar tvær styttur eftir Thor -
valdsen, æskugyðjan Hebe og læknaguðinn Asklepíos (væntanlega
gerðar eftir frummyndum frá 1816 og 1843), en þær höfðu áður
staðið á þakbrún gamla lyfsöluhússins í Thorvaldsensstræti 6.36 Á
efri hæðunum voru frá 1929 skrifstofur Reykjavíkurborgar, þar á
meðal skrifstofa borgarstjóra, en í rishæð og turni voru um árabil
salarkynni frímúrara.
Að lokum
Austurstræti 16 hefur verið friðað síðan 1991. Tekur friðunin ekki
aðeins til ytra byrðis hússins, m.ö.o. úthliðanna, heldur einnig inn-
réttinga apóteksins og syðra stigahússins.37 Árið 2001 var jarð -
hæðinni hins vegar breytt í veitingastað — og einungis hluta af inn-
réttingum apóteksins haldið.
Enn í dag er Guðjón Samúelsson þekktur sem húsameistari
ríkisins, yfirleitt mikils metinn, og án efa hefur Nathan & Olsen-hús
atli magnús seelow20
33 Sjá Páll Líndal, Reykjavík. Sögustaður við Sund I, bls. 51–52; Hjörleifur Stefánsson
o.fl., Kvosin, bls. 162.
34 Sjá Guðjón Samúelsson, „Íslenzk byggingarlist. Nokkrar opinberar byggingar
á árunum 1916–1934“, bls. 55–56; sbr. Jónas Jónsson o.fl., Íslenzk bygging, bls.
24–26 og 117.
35 H. H. E. [Helgi Hermann Eiríksson], „Reykjavíkur Apótek“, Tímarit Iðnaðar -
manna, 4. árg., 2. tbl., 1930, bls. 32.
36 Sbr. Hjörleifur Stefánsson o.fl., Kvosin, bls. 177–178.
37 Sjá Húsaskrá — Friðuð hús, Húsafriðunarnefnd.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 20