Saga - 2012, Page 24
við örfáar varðveittar ferðadagbækur Marsh er lítið vitað um hvað
bjó að baki ferðum þessarar konu, sem undir lok ævi sinnar
ferðaðist á eigin vegum. Bók Colleys er því öðrum þræði tilraun
með ævisagnaformið þar sem sögulegir atburðir eru raktir í þeim
tilgangi að varpa ljósi á lífshlaup sögupersónunnar. Það hefur verið
haft til marks um þessa aðferð Colleys að Elizabeth Marsh er ekki
nefnd til sögunnar á fyrstu 40 síðum bókarinnar.
Fræðasvið Cannadines er örlítið nær okkur í tíma, en hann hefur
stundað rannsóknir á stjórnmála- og hagsögu, menningar- og hug-
myndasögu auk skrifa um gildi sagnfræðirannsókna á 21. öld og
sögukennslu í Bretlandi. Bók hans The Decline and Fall of the British
Aristocracy (1990) er þó að nokkru leyti félagssöguleg rannsókn á
örlögum breskrar aðalsstéttar, sem í lok fjórða áratugar 20. aldar
hafði ekki einungis misst virðingarstöðu, völd og auð heldur heila
kynslóð afkomenda sinna í fyrri heimsstyrjöldinni. Cannadine hefur
einnig ritað tvær ævisögur, sögu breska sagnfræð ings ins George
Macaulay Trevelyan og bandaríska athafnamannsins Andrew W.
Mellon, sem hafði gífurlega áhrif í bandarísku samfélagi í upphafi
20. aldar, jafnt á sviði iðnaðar, bankastarfsemi, stjórnmála, menn -
ingarmála og góðgerðarstarfsemi, en Mellon var auk þess um skeið
fjármálaráðherra, meðal annars í forsetatíð Her berts Hoover á fyrstu
árum kreppunnar miklu. Í fjöldanum öllum af ritgerðum hefur
David Cannadine einnig fjallað um breskt samfélag og menningu í
sögulegu ljósi, t.d. með gagnrýninni skírskotun til breska konungs-
veldisins og valdatíðar Margaretar Thatcher. Árið 2001 sendi
Cannadine frá sér bókina Ornamentalism: How the British Saw Their
Empire en þar skoðar hann Breska heimsveldið út frá hugmyndum
þeirra sem skópu það og stjórnuðu því og setur fram þá kenningu
að stéttarstaða og virðing hafi verið drifkraftur að baki vexti þess
frekar en hugmyndir um yfirburði eins kynþáttar.
Colley og Cannadine flytja minningarfyrirlestur Jóns Sigurðs -
sonar í ár á Íslenska söguþinginu, hinu fjórða í röðinni. Af því tilefni
lagði Saga fyrir þau nokkrar spurningar.
Sigrún Pálsdóttir
linda colley og david cannadine24
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 24