Saga - 2012, Page 25
Ólafur Rastrick: Með rannsóknum ykkar á undanförnnum áratug-
um hafið þið átt mikinn þátt í að beina áhuga á sögu Breska heims-
veldisins í nýjar áttir í anda þeirri tegundar sagnfræði sem stundum
er nefnd „nýja breska sagan“ til aðgreiningar frá enskri sögu. Ef ég
beini máli mínu fyrst til þín, Linda Colley, gætirðu sagt okkur í
stuttu máli frá þessari þróun í rannsóknum á sögu Bretlands?
Linda Colley: Sagnfræðingar hafa löngum farið mismunandi leiðir
í túlkun og rannsóknum á sögu Bretlands, en á síðari árum hefur
fjölbreytnin aukist mjög og á hún rætur bæði í innlendum og alþjóð -
legum straumum og stefnum. Til að byrja með má segja að þróunin
innan Bretlands á síðasta áratug tuttugustu aldar, í átt til aukinnar
sjálfstjórnar Englands, Skotlands, Wales og Norður-Ír lands, hafi leitt
til þess að meira hefur verið hugað að þeim þáttum sem hafa ýmist
aðgreint eða tengt þessi svæði í tímans rás. Sumir fræðimenn hafa í
þessu sambandi gerst talsmenn svokallaðrar „fjögurraþjóðanálg -
unar“ á sögu Bretlands, leiðar sem ég álít að myndi verka sem full-
mikil spennitreyja og hindra að sjónum væri beint að skörun, blönd-
un og samslætti á ólíkum tímum. Aðrir fræðimenn hafa tilhneigingu
til að nálgast Bretland fyrst og fremst sem af sprengi Englands, sjálf-
rar miðju heimsveldisins, og líta því á framsal miðstjórnarvaldsins
[frá Lundúnum] sem síðasta stigið í langvarandi hnignun enska eða
breska heimsveldisins. Með öfugum formerkjum hefur svo „nýja
írska sagan“ — sem er að sumu leyti skilgetið afkvæmi friðarsam-
komulagsins [frá 1998] sem kennt er við föstudaginn langa — leitt
til þess að endurskoðunarsinnar úr hópi írskra sagnfræðinga, eins
og Roy Foster, eru farnir að leggja áherslu á það sem mismunandi
hópar Íra og Englendinga hafa átt sameiginlegt en ekki bara það
sem greindi þá að og lá til grundvallar gagnkvæmri óbeit. Það væri
aftur á móti rangt að tengja breyttar áherslur og ágreining í nýlegri
„breskri“ sagnritun einungis við þróunina í Bretlandi. Augljóslega
endurspeglar sumt af þessu endurmati almennari sjónarmið sem
kenna má við þá póstmódernísku tilhneigingu er birtist í því
hvernig ýmis álitamál um þjóðríkið sem viðfang og greiningarhug-
tak hafa verið tekin til gagngerrar skoðunar. Aukin fjárframlög
Evrópusambandsins til rannsókna á umliðnum áratugum og meiri
hreyfanleiki fræðimanna innan þess hefur einnig stuðlað að því að
menn hafa að nokkru horfið frá þjóðríkinu sem rannsóknareiningu.
Þetta hefur leitt til þess, í Bret landi jafnt sem öðrum löndum
Evrópu, að athyglinni hefur í ríkari mæli verið beint að sameigin-
bretar að heiman 25
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 25